Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 158
156
Borgfirðingabók 2005
á stjömufræði, geimferðum og tölvuleikjum og ýmsu sem ég veit
auðvitað ekkert um. En ég hef nú alla ljölskylduna á bak við mig ef
ég er í vanda stödd með þýðingar. Ekki skil ég í öðm en synir mínir
og dóttir, sem er bókasafnsfræðingur, og tengdadóttir, sem er líka
bókasafns- og upplýsingafræðingur, hafi öll verið orðin dauðleið á
mér. En ég fékk ávallt allar þær upplýsingar sem mig vantaði. Ég get
alveg fullyrt það að öll reikningsdæmi og vísindalegar spekúlasjónir,
þetta er allt rétt og pottþétt.
Mér skilst að þessi bók hafi selst vel. Ég hef talað við marga sem
hafa lesið hana.
Fleiri en Jjörutíu bœkur
Hvað ertu búin að pýða margar bœkur?
Ég veit það ekki. Ég er búin að vera við þetta í 40 ár. Lengi vel
þýddi ég eina bók á ári, þannig að ég hlýt að vera búin að þýða 40
bækur eða fleiri.
Og eitthvað hefurðu frumsamið?
Já tvær bækur, bamabækur.
Mig rámar í að þú hafir fengið þýðingarverðlaun.
Jú, þrisvar. Ég fékk þýðingarverðlaun Reykjavíkurborgar fýrir
bók sem heitir Engilbjört oglllhuga, og þar áður fyrir eina af Namíu-
bókunum C.S. Lewis. Svo fékk ég Iíka viðurkenningu hjá IBBY,
Intemational Board on Books for Young People, fýrir Indíánann í
skápnum.
Finnstþér gaman að þessu, Kristín?
Já, mér finnst gaman að þessu. Fyrst tók ég þetta eins og aukaverk
sem var hæfilegt fyrir manneskju úti á landsbyggðinni, sem ekki gat
verið í fastri launavinnu. Ég fékk örlitla vasapeninga fyrir þetta. En
smám saman varð þetta skemmtilegra, og núna hef ég mjög gaman
af þessum ritstörfum.