Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 161
Borgfirðingabók 2005
159
hlotið hvað mesta viðurkenningu til almenns rekstrar. Þó má gera
miklu meira fyrir bókasafnið án mikillar fyrirhafnar eða verulegs til-
kostnaðar. Kjöraðstæður fyrir Héraðsbókasafn Borgaríjarðar verða
til við flutning þess niður á neðri hæð Safnahúss. Við það batnar að-
gengi fyrir eldri borgara og fatlaða til muna, unnt verður að skapa
skemmtilegt leshorn fyrir börn, auk þess sem hægt verður að hafa
opið inn á Kaffistofu, þar sem fólk getur lesið og drukkið kaffið sitt.
Fólk getur þá spjallað saman án þess að gera öðrum gestum bókasafns
ónæði. Þetta eykur til muna tækifærin til að lesa upp úr bókum, sem
og til fyrirlestra, þar sem aðstæðurnar eru alltaf fyrir hendi. Slíkt bóka-
safn er sá staður sem ég heimsæki í öðrum bæjarfélögum á flakki
með bömin mín.
Framtíðarstefnan fyrir Byggða-, Náttúrugripa- og Listasafn í
Safnahúsi er að halda tímabundnar sýningar á hluta úr þeim urmul
muna sem þar eru til. Slíkar sýningar verður hægt að halda á miðhæð
Safnahúss (þar sem bókasafnið er staðsett núna), ef flutningur bóka-
safns verður að veruleika, á sama tíma og þær verða haldnar á öðrum
stöðum í Borgamesi eða annars staðar í Borgarfirði.
A þeirri stundu sem þetta er skrifað stendur yfir ein slík sýning
í sýningarsal listasafnsins, sýning á munum Hvítárvallabarónsins,
unnin í samvinnu við Þorkel Fjeldsted, Veiðiminjasafninu Ferjukoti.
Vegna hins gífurlega áhuga sem sú sýning hefur vakið verður skipt
út ýmsum munum sem eru á henni fyrir gripi sem komið hefur í ljós
að em til í Reykjavík og hún flutt niður í sýningarsal jarðhæðar með
vorinu. Listasýningartaka við í sýningarsal listasafnsins. I sýningarsal
á jarðhæð var opnuð 13. maí sl. sýning á munum Hússtjómarskólans
á Varmalandi í eigu Byggðasafns Borgarfjarðar, og verður hún opin út
árið. Sýningin er unnin í samvinnu við Snjólaugu Guðmundsdóttur, en
nú þegar hafa margir fleiri komið að hugmyndasmiðju hennar. Sama
dag verður Kaffistofan opnuð í svipaðri mynd og í desember. í haust
opnum við sýningu á munum Þórðar blinda, smiðs frá Mófellsstöðum
í Skorradal. Nú þegar eru famar að gerjast hugmyndir að sýningum
ársins 2006.
Ég sé framtíð safnanna í Safnahúsi Borgarfjarðar bjarta og spenn-
andi, fulla af tækifæmm.