Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 171
Borgfirðingabók 2005
169
STEINUNN
EIRÍKSDÓTTIR
OG
ÞORSTEINN
PÉTURSSON
Félag aldraðra
í Borgarfjarðardölum árið 2004
Félagsfundir voru Qórir, til skiptis í félagsheimilunum. Þar sjá
kvenfélagskonur um veitingar, kaffi og meðlæti eða súpu, brauð
og kaffi. Að þessum þætti standa konumar mjög vel, manni finnst
alltaf vera boðið til veislu. Dagskrá fundanna er breytileg eftir því
hvað er framundan. Söngur er fastur liður og oftast er upplestur, úr
Gullastokknum eða einhverju öðm riti sem ekki hefur enn fengið þar
inni, en sagan síðan geymd hjá hinum gullmolunum sé hún talin eiga
þar heima. Þessi Gullastokkur geymir margar öndvegis frásagnir frá
liðinni tíð. Stundum em teknar nokkrar æfingar til að liðka skrokkinn
eða menn taka nokkur dansspor. Félagsstarfið framundan er skipulagt,
fólk nefnt í starfshóp til að undirbúa það. Það er alltaf eitthvað á
döfinni. Stjórnarfundir voru fjórir á árinu.
Þann 10. mars kom 80 manna hópur frá Gerðubergi í heimsókn.
Gerðuberg er félagsmiðstöð aldraðra í Breiðholti í Reykjavík.
Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona Gerðubergs, samdi við heimamenn
um heimsóknina. Gestimir sáu um mjög fjölbreytta dagskrá sem var
upplestur, söngur, dans og hljóðfæraleikur á ýmis hljóðfæri. Þama
var hvert atriðið öðm betra og undirtektir í samræmi við það. Tveir
fyrmrn Reykdælingar voru í hópnum, Anna Sigfúsdóttir í Skrúð í
söngnum og Benedikt Egilsson á Kópareykjum lék á harmoniku.
37 heimamenn nutu samkomunnar og vom þeir á einu máli um hve
ánægjulegur dagurinn var. Gestimir greiddu kaffið sitt en heimamenn
lögðu til húsnæðið. Gerðubergsfólk, takk fyrir komuna.