Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 176
174
Borgfirðingabók 2005
Kvenfélögin afla sér ijár með ýmsu móti og sum þeirra hafa unn-
ið sér hefð, sem er árviss, allir vita um og taka þátt í hverju sinni.
Kvenfélögin eru sjálfstæð hvert fyrir sig, og þó hafa þau með sér
samband, S.B.K., Samband borgfirskra kvenna, og það er síðan í
Kvenfélagasambandi íslands, K. í. En hvert kvenfélag er sjálfstætt
og setur sín eigin lög, ákveður árgjöld, og eru þau ekki háð neinum
reglum eða boðum, sem koma t.d. frá alheimssamböndum. I mínum
huga er þetta stór þáttur og minnir á sjálfstætt ríki.
Það er til norrænt kvenfélagasamband, en það starfar að mestu
til skemmtunar og fræðslu. „Norrænt húsmæðraorlof‘ er til skiptis
á Norðurlöndunum, var á Islandi 2004 og verður nú í Finnlandi,
2005. Ég hef farið í orlof til Finnlands, Noregs og Grænlands í
viku í boði Grænlenska kvenfélagasambandsins. Þessar ferðir eru
ógleymanlegar þeim er þær fóru. Einhverju sinni er ég var að segja
frá Grænlandsferðinni varð manninum mínum að orði: „Konan mín
fór til Grænlands og hún kom ekki 100% til baka.“
Nei, það lætur engan ósnortinn að upplifa slíkar ferðir.
Allt þetta og margt fleira sem ég og aðrar konur hafa notið sem
kvenfélög þeirra hafa staðið fyrir, og þær að öðrum kosti hefðu ekki
upplifað, þakka ég kvenfélaginu mínu.
Breyttir tímar
Kvenfélögin, sem sum hafa starfað í meira en heila öld, þau elstu,
hafa að sjálfsögðu tekið ýmsum breytingum. Það er bæði eðlilegt og
sj álfsagt. Sumar breytingar eru góðar, en margs er að sakna. Þar til fyrir
nokkrum árum stóð t.d. aðalfundur S.B.K. í tvo daga. Fulltrúar hvers
kvenfélags fóru að heiman snemma á laugardagsmorgni og komu aftur
heim síðla dags á sunnudag. A laugardagskvöldinu var skemmtun, og
var hún öllum opin og oft vel sótt. Þá sáu eitt eða fleiri kvenfélög
um dagskrá. Ég man eftir söngatriðum, upplestri, heimagerðum
gamanvísum og leiksýningum. Ég tók þátt í leiksýningu, sem tókst
svo vel að við sýndum þrisvar. Þessi þáttur var aldrei skrifaður, og
hefði nú verið kallaður „spuni“ en við þekktum ekki orðið þá.
Aðkomukonur gistu eina nótt hjá konum í kvenfélagi því er sá um
þingið hverju sinni og þá er komið að því að segja frá hvemig heitið
á þessum pistli er til komið. Ég hafði einn laugardagsmorgun tekið
sængina mína og bílinn og ekið vestur á Mýrar á aðalfúnd S.B.K.
Hann fór fram í Lyngbrekku. Auðvitað hafði ég sagt frá því að þessi