Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 180
178
Borgfirdingabók 2005
þung á allan máta fyrir menn,
skepnur og vélknúin farartæki,
sem voru aðeins þrjú á mínu
heimili á þeim tíma. Búið var að
ná saman fé að mestu leyti þó að
teygjast vildi úr eftirhreytunum
á svona íjallajörðum þar sem
víðáttan var óhindruð allt um
kring. Alltaf slæddust saman
við kindur frá öðrum bæjum,
sem koma þurfti á heimaslóðir
er færi gafst.
Þennan Þorláksmessudag
var komin norðan stilla með
10-15° frosti og búið að vera
J/árrekstrarmannanna. Kortið er fengió svipað veður undanfama tvo
hjá Landmælingum íslands. daga. I okkar fé voru nokkrar
ær úr framanverðum Skorradal,
flestar frá Vatnshomi, sem eðlilegt var. Vatnshorn er næsti bær við
Grafardal á þann veginn. Nú var að hrökkva eða stökkva að koma
þessum kindum upp fyrir háls fyrir jól.
Eftir að hafa rekið heimafé til beitar lögðum við bræður, Bjarni
og ég, á stað með Skorradalsæmar, og var ætlunin að koma þeim í
Vatnshom. Hægt gekk reksturinn, hálflaus snjór í kálfa þar sem ekki
hafði skafið af hærra landi. Troða þurfti braut þar sem snjór var í hné
eða meira. Færðin skánaði er upp á hálsinn kom og halla tók norður
af. Svo vildi til að Einar Höskuldsson frá Vatnshomi hafði þennan
sama morgun ákveðið að fara að Grafardal að kanna um kindaeign
þeirra þar og reka heim ef einhver væri. Einhvem veginn fómmst
við á mis og urðum ekki varir hvorir við aðra fyrr en Einar náði
okkur bræðrum í Vatnshornsbrúnum. Þá var hann búinn að koma að
Grafardal, stansaði þar ekki en var skrefadrjúgur og léttur á sér til
baka, strákur rétt innan við tvítugsaldurinn og öllu vanur.
Botnsfé sótt í Efstabæ
Er að Vatnshomi kom urðu kindumar þar eftir en önnur áætlun
komin í gang. Á þessum árum var sauðfé af nýjum stofni að fjölga
hér um sveitir, og sáu menn framtíð í Ijárbúskap. Sú hagræðingarregla
Brotna línan efst á kortinu sýnir leið