Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 181
Borgfirðingabók 2005
179
Teikning: Guómundur Sigurðsson.
hafði komist á milli Sarps í Skorradal og Botnsbæja, hvorra sínum
megin Botnsheiðar, þar sem lönd lágu saman og samgangur Qár þó
nokkur, að skiptast á rekstrum á miðri heiði er fé var tekið á hús
fyrri part vetrar. Nú höfðu þessi skipti dregist of lengi, komin sú
ófærð á heiðina að ekki var talið skynsamlegt að reyna slíkt í þetta
sinn. Beggja vegna heiðar biðu því kindur eftir að komast til sinna
tjárhúsa. Símtöl höfðu farið á milli um að sæta færis að mætast með
kindumar, en nú í byggð. Botnsbændur myndu koma Skorradalsám
á bíl eins langt og hægt væri með Dragháls sem endastöð, en þeirra
ær yrði að reka þangað úr Skorradal. Frá Vatnshorni var nú hringt
fram í Sarp og grennslast fyrir um sunnanféð. Það var inni í Efstabæ,
í heimafénu þar. Efstibær var notaður sem beitarhús frá Sarpi, með
heyskap og hirðingu eftir að búsetu þar var hætt árið 1947.
Ekki man ég nú ástæðu þess að við þremenningar, Einar og við
bræður, tókum stefnuna fram dalinn. Við gerðum stuttan stans á
bæjarhlaði í Sarpi og fíýttum för sem mest við máttum að Efstabæ.
Allir vita að dagur er hvað stystur um þetta leyti ársins, og birtan
stoppar ekki. A Efstabæ var Vilhjálmur Hannesson við fjárgæslu að
vanda, fé úti á beit en ekki langt undan. Rekið var inn hið snarasta
og sunnanær teknar úr, og við lögðum af stað niður dal að bragði. Sá
rekstur gekk snurðulaust milli bæjanna, en allt tekur sinn tíma, og
er við komum í Vatnshom í annað sinn á þessum degi var myrkur
skollið á.