Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 183
Borgfirðingabók 2005
181
BERGUR ÞORGEIRSSON
Gestamóttaka í Reykholti
Reykholt í Borgarfirði er einn merkasti sögustaður landsins,
ekki síst vegna þeirra menningarminja, sem tengjast búsetu Snorra
Sturlusonar þar á árunum 1206-1241. Fólk sækir í Reykholt fyrst
og fremst vegna sögu staðarins, ekki hvað síst erlendir gestir. Stóra
aðdráttaraflið er hið áþreifanlega, þ.e. afar merkar fornminjar (laug,
göng, bæjarrústir og heitavatns- og gufustokkar frá tímum Snorra
o.fl.), sem gestamóttaka Snorrastofu sér um að kynna fyrir gestum
og gangandi.
Helstu byggingar í Reykholti eru gamla kirkjan, byggð 1886-
87, gamli Héraðsskólinn, byggður 1930-31, húsnæði Fosshótels
Reykholts sem reist var á árunum 1965-88 fyrir heimavist og mötuneyti
Héraðsskólans og hin nýja bygging kirkjunnar og Snorrastofu.
Þá hefur vaxandi starfsemi Snorrastofu, árleg tónlistarhátíð og
tónleikahald allt árið í kirkjunni og starfræksla heilsárs hótels, þar
sem haldnar hafa verið hvers kyns samkomur, fundir og ráðstefnur,
vakið athygli á Reykholti.
Unnið er af fullum krafti að því að efla Reykholt enn frekar.
Stoðum er rennt undir einstaka þætti auk þess sem staðnum eru lögð
til ný verkefni. Sá mikli áhugi sem að undanförnu hefur verið, bæði
innanlands og erlendis frá, á að dvelja í Reykholti vegna rannsókna
eða funda er einungis upphafið að því sem koma skal. Öll aðstaða
fyrir hvers kyns funda- og ráðstefnuhald er fyrir hendi og stefnt er að
því að efla hana enn frekar. Hótelið, sem opið er allt árið, er með einn