Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 188
186
Borgfirðingabók 2005
ijárhagslegan grunn gestamóttökunnar enn frekar á árinu með meiri
samþættingu við starfsemi Snorrastofu.
Helstu nýjungar ársins 2004 voru þær að ákveðið var í samræmi
við þarfir og stefnu ferðaþjónustunnar á íslandi að lengja tímabil
daglegrar opnunar um 2 mánuði, þannig að frá 1. maí til 30. september
var það opið alla daga vikunnar frá kl 10.00-18.00. Aðra tíma ársins
hefur fyrirtækið haft opið í samræmi við þær pantanir sem hafa borist
hverju sinni. í ár verður opið alla daga frá 1. maí til loka september
og á öðrum tímum árs alla virka daga frá kl. 10-17 og um helgar eftir
samkomulagi.
Um sumarið var sett upp á vegum Snorrastofu ný sýning í F innsstofu
inn af Safnaðarsal Reykholtskirkju, sem ber heitið Kirkjuhald á
söguslóðum, en Sigríður Björk Jónsdóttir, verkefnisstjóri miðlunar í
Snorrastofu, hafði yfirumsjón með uppsetningu hennar.
Heimskringla átti samstarf var við Listahátíð í Reykjavík á
árinu 2000 þegar kór evrópsku menningarborganna 9, Raddir
Evrópu, var við æfingar í Reykholti í 10 daga. Þetta samstarf var
endumýjað með tónleikum Karlakórs St. Basils kirkjunnar í Moskvu
í Reykholtskirkju vorið 2004. Heimskringla hafði forgöngu um komu
kórsins í Reykholt, annaðist allan undirbúning, skipulagði móttöku
gestanna og tónleikana í Reykholtskirkju. Kórinn söng við opnun
Listahátíðar, hélt tónleika í Hallgrímskirkju á vegum hátíðarinnar og
1 Reykholtskirkju á vegum Heimskringlu og Reykholtskirkju. Hátt
í 300 manns sóttu tónleikana í Reykholtskirkju, bæði heimamenn
og ljölmargir gestir frá Reykjavík og nágrenni, enda um einstæðan
listviðburð að ræða. Þá var haldinn fyrirlestur um sögu og menningu
Páskaeyjar í Snorrastofu á vegum Heimskringlu. Fyrirlesari var
Elena Ararki frá Páskaeyju. Fyrirlesturinn var haldinn í samvinnu við
ferðaskrifstofúna Cultours sem starfar í Danmörku. Ferðaskrifstofan
hefúr í mörg ár skipulagt menningarferðir til Islands með sérstakri
áherslu á Egilssögu og Njálu en þátttakendur undirbúa ferðina með
því að lesa nefnd verk undir leiðsögn hins þekkta danska prests
og rithöfundar Jóhannesar Möllehave, sem hefúr verið í för með
hópunum í íslandsferðunum.
Að vanda komu skólahópar víðs vegar að af landinu í Reykholt
til að skoða sýningar og kynna sér stað Snorra og sögu hans, en
þessum hópum fer stöðugt ljölgandi. Hóparnir stoppa yfirleitt í eina
klukkustund, skoða sýningu og fá kynningu um Snorra og verk hans