Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 192
190
Borgfirðingabók 2005
hann við Ingimar: „Þetta þýðir
ekkert. Skjóttu hestinn.“ En við
hjónin þrjóskuðumst. Eg held
að það hafi ekki síður verið
andleg orka Hvells en líkamleg
sem kom honum á fætur. Þama
stóð hann, stirður, gat varla
borið fætumar hvern fram
fyrir annan. Með sveigðan,
stirðan háls í hálfvinkil og
með lamaðan neðri flipa. Sár
voru á honum hér og þar sem
enn höfðu ekki náð að gróa. Þá
hófst uppbyggingin og hún tók
sinn tíma.
Hægt og bítandi komst
Hvellur til heilsu. Eftir ár mátti segja að hann væri alheill þó hann
bæri alla tíð merki slyssins. Flipinn lagaðist aldrei alveg, slapti lítils-
háttar, og hann hafði hárlausan blett á mjaðmahnútu. Einnig var annar
framfótur alla tíð aðeins sverari um ökkla eftir slysið. Þó virtist það
aldrei há ganghæfni hans.
Að ári liðnu fómm við að nota hann til reiðar aftur. Hann virtist
hafa náð kröftum að fullu. Að sitja þennan hest var líkast því að
hlýða á fallega stígandi og hnígandi sinfóníu. Hann lék við tauminn á
fínlegu hýruspori, spann sig upp í orkumikið hraðtölt og niður aftur í
hægatölt. Hreyfingamýktin brást ekki.
Hvellur var ekki allra. Örskjótt gat hlaðist upp í honum spenna
sem óljóst var hvað orsakaði. Hann átti þá til að blindrjúka. Þá þurfti
að semja við hann og spila niður á hægu nótumar aftur. Hörku þýddi
ekki að beita þennan hest. Æði oft sat ég Hvell og var svo heppin að
aldrei rauk hann með mig. Náði að semja við hann áður en til þess
kom. Fínleg og næm hesta- og vinkona okkar hjóna, úr Eyjafirði,
fékk hann eitt sinn léðan í reiðtúr. Hún heillaðist. Hann var kurteis
við konur. Enda vitur.
Einn af hans eiginleikum var að hann tók aldrei í taum. Hann fór
fyrirstöðulaust hvers konar torfæmr sem honum var beint að, hvort
sem honum var riðið eða hann var teymdur. Með þennan eiginleika
Hvells í huga, ól Ingimar með sér draum. Hann var sá að þeir tveir,
hann og Hvellur færu saman upp á Snæfell, hæsta fjall Austurlands og
Ingimar Sveinsson á Hvelli í hestasvigi
á Stekkhólma á Héraði. Að bakiþeim
kemur söguhöfundur á hestinum Sprœk.
Mynd í eigu Guðrúnar og Ingimars.