Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 195
Borgfirðingabók 2005
193
HELGI JÓNAS ÓLAFSSON:
Svipmynd úr lífi sjómanns - Sigling til
Bremerhaven í maí 1947
Höfundur þessarar frásagnar er fæddur í Borgarnesi 29. apríl
1930, sonur Asgerðar Helgadóttur og Olafs Guðmundssonar.
Hann byrjaði ungur á sjó, eins og fram kemur í frásögninni,
stundaði lengi sjómennsku og var yfirmaður á farskipum.
Vorið 1947 ákvað stjóm útgerðarfélagsins sem átti m/s Eldborg
að láta hana sigla með ísvarinn fisk til Bremerhaven í Þýskalandi.
Þjóðverjar voru þá búnir að tapa styrjöldinni, en skrifað var undir
friðarsáttmála í maí 1945. Þýskalandi var þá skipt í ijögur hemáms-
svæði sem Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Rússar stjórnuðu.
Þjóðverjar voru bæði matarlausir og fatafáir, og var því farið að beina
söluferðum togara og annarra skipa til Þýskalands og þá til Hamborgar,
Cuxhaven og Bremerhaven. Ekki man ég hvaða mánaðardag við
héldum af stað frá Borgarnesi, en það var í maímánuði. Við skyldum
halda norður í Eyjaijörð til Hríseyjar og Dalvíkur og taka þar fisk af
togbátum og trillum. Fyrst fórum við inn til Akureyrar til að taka ís
frá íshúsi KEA til að ísa með fiskinn. Þaðan var haldið út að Hrísey,
því von var á togbátum til löndunar. Þegar þangað kom komu um
borð tveir sómamenn úr eynni, Þorsteinn Valdemarsson hreppstjóri,
sem var vigtarmaður, og Þorsteinn Baldvinsson matsmaður. Hann var
faðir Vilhelms og Baldvins Þorsteinssona. Vilhelm var skipstjóri á
„Bökunum” og seinna annar forstjóri U.A., en Baldvin tvíburabróðir