Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 197
Borgfirðingabólc 2005
195
Aðstoðarmaður í vél: Hafsteinn Magnússon 16 ára. Akranesi.
Hásetar: Guðmundur Bachmann 32 ára, Borgamesi,
Andrés Gilsson 21 árs, Borgamesi,
Þorsteinn Auðunsson 20 ára, Borgarnesi,
Helgi Jónas Olafsson 17 ára, Borgarnesi.
Gunnar skipstjóri er ekki gamall þama. Honum hefur snemma
verið trúað fyrir miklu. Loftur Halldórsson var móðurbróðir Gunnars.
Arthur 1. vélstjóri var norskur, frá Tromsö, að ég held. Jón Pétursson
var ættaður norðan af Melrakkasléttu. Guðlaug Magnúsdóttir var
stórbóndadóttir úr Rangárvallasýslu. Hafsteinn Magnússon var frá
Akranesi, uppeldissonur Kristins Guðmundssonar og Kristínar konu
hans, er var systir Lofts Halldórssonar en Kristinn var um þetta leyti
stýrimaður á b/v Sindra frá Akranesi, hjá Ólafi Gísla Magnússyni föð-
ur Gunnars skipstjóra. Við hásetar voram frá Borgamesi. Guðmundur
Bachmann hafði siglt á Eldborg öll stríðsárin en hætti til sjós um 1950
og gerðist vélgæslumaður við frystihús KBB í Borgamesi. Andrés
varð stýrimaður og skipstjóri á skipum SIS. Þorsteinn lærði jámsmíði
og vann við smíði yfirbyggingar á bíla. Helgi var til sjós og síðustu ár
verkamaður í Reykjavík.
Yfir hafið
Það var seinni part dags er fermingu á fiskinum lauk. Var land-
festum kastað þegar sjóbúnaði og tollafgreiðslu var lokið og haldið út
Eyjaíjörð, fyrir Gjögurtá, austur um að Langanesi. Þaðan var stefna
sett vestan við Mykines í Færeyjum. Alltaf var sama góða veðrið,
austan kul, en þokuslæðingur var þó á leið okkar að Færeyjum. Er
Mykinesi sleppti var haldið vestan við Suðurey að Akrabergi og
þaðan í sundið á milli nyrðri Ronaldseyjar, sem tilheyrir Orkneyjum,
og Friðareyjar. Ég man að við Þorsteinn Auðunsson voram á vakt
með Lofti stýrimanni þegar við komum að nyrðri Ronaldsey í
bláhvítalogni en frekar döpra skyggni. Það var mistur en eggsléttur
sjór. Þaðan var stefnan sett á vitaskipið P - 8. Það var staðsett ca. 50
til 60 sjómílur norðvestur af eyjunni Helgolandi og norður af Weser-
fljóti og Weser vitaskipi. Ný sjókort vora ekki til af þessu svæði. Þau
voru öll frá því fyrir stríð. Þá var óvissa um tundurduflalagnir.
Siglingatæki um borð í Eldborg vora dýptarmælir af Marconi
gerð, „meistaramælir”, vegmælir (logg) og miðunarstöð. Þar sem