Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 198
196
Borgfirðingabók 2005
leið okkar lá yfir misdýpi var dýptarmælir hafður í gangi, og reiknuðu
skipstjómendur út hvar farið hefði verið yfir misdýpið. Nema hvað
við hittum á vitaskipið, sáum það í ca. ijögra til fimm sjómílna
ijarlægð rétt um stjórnborða. Alltaf var sama lognið og rennisléttur
sjór, en þokuruðningur af og til á leið okkar. Við komum að P - 8
vitaskipinu klukkan ellefu fyrir hádegi á fimmta degi siglingar okkar
frá Hrísey. Gunnar skipstjóri renndi Eldborginni samhliða vitaskipinu
í ca. 100 metra fjarlægð og kallaði yfir í það með gjallarhomi og bað
um leiðsögumann (lóðs) til Bremerhaven. í sömu andrá sáum við
að bátur var settur í sjó frá vitaskipinu og í hann fóru tíu menn, átta
undir árum, stýrimaður og stafnbúi. Þeir rem rösklega í átt til okkar
og renndu bátnum að stjómborðshlið Eldborgar. Fangalínu settu þeir
um borð og gerðum við fast. Stýrimaður bátsins hljóp einn um borð
til okkar og upp í stýrishús til Gunnars. Hvað þeim fór á milli veit
ég ekki, en hann hefur sennilega gefið honum upp þá leið sem við
skyldum sigla að ósum Weser-fljóts þar sem Weser-Pilot skipið var
staðsett með leiðsögumennina um borð. Þegar foringi bátverja kom
niður úr stýrishúsinu bað Gunnar skipstjóri okkur að láta fisk í þrjár
eða íjórar körfur og sturta úr þeim í bátinn hjá þeim.
Áður en við fórum frá Hrísey ísuðum við fisk í stíu sem var í skýli
stjómborðsmegin á móti vélarrúmsdyrunum. Þetta var stór stía og tók
mikinn fisk, enda notuð til að salta í nótafisk á síldveiðum á sumrin.
Þessum feng urðu bátverjar mjög fegnir. Að þessu loknu slepptum
við bátnum, og þeir rem yfir í sitt vitaskip.
Mér eru í minni búningar þeirra. Þeir vom allir berfættir, í ilskóm,
strigastakki og strigabuxum, og allir voru með þessa derhúfu sem
einkennir svo marga Þjóðverja, sérlega þýska sjómenn. Mér er einnig
minnisstætt hvað þeir reru knálega og hvað þeir voru samtaka, þegar
þeir lögðu út árar og lögðu upp. Þýsk nákvæmni! Þessir menn voru
allir mjög sólbrúnir, bráðmyndarlegir og ekki spiktutla til á þeim, enda
fengu þeir líka ijögur eða fimm stykki af smjörlíki (Bláa Borðanum)
hjá Guðlaugu bryta.
Að öllu þessu afstöðnu var haldið af stað og sigld uppgefin stefna
í átt að vitaskipi P - 12. Milli vitaskipanna P-8 og P-12 voru þrjú
ljósdufl ( P-9, P-10 og P-11), og var um klukkustundar sigling milli
hverra tveggja sjómerkja, og gekk greiðlega að finna þau þrátt fyrir
mjög hart NA-fall. Svo um kvöldið milli klukkan 17 og 18 tókum
við leiðsögumann frá West-Pilot skipinu og héldum upp fljótið til