Borgfirðingabók - 01.12.2005, Qupperneq 201
Borgfirðingabók 2005
199
man eftir því hvað ég var stoltur af fánanum, og það hef ég verið æ
síðan.
Landgöngufólkið kom um borð upp úr klukkan þrjú og hafði
séð nóg af eymd. Ekki voru teknir út neinir peningar fyrir áhöfnina,
því að þýska markið var ekki í gildi vegna þess að ekki var búið að
skipuleggja efnahagsáætlun Vestur- Þýskalands. Því var notast við
bráðabirgða gjaldmiðil, svokölluð „hemámspund“, því að þetta var á
hemámssvæði Breta, og þessi gjaldmiðill gilti bara á svæði þeirra en
hvergi annars staðar. Ludwig Erhard gekk enn með efnahagsundrið í
maganum, en þegar það fæddist þá munaði heldur betur um uppgang
Þjóðverja á öllum sviðum. Þeir kunnu líka að hlýða. Hitler var búinn
að skóla þá til.
77/ Grimsby
Ákveðið var að sigla klukkan 18.00 til Grimsby, og alltaf var sama
góða veðrið, logn, sól og hiti. En hvað haldið þið. Um fimmleytið
komu um borð til okkar fimm litlir strákar, fimm til sex ára gamlir,
allir svarthærðir og brúneygðir, í stuttbuxum einum fata, berfættir
allir saman. Guðlaug var þá farin að huga að kvöldmatnum, og lagði
matarilm fram á þilfarið. Strákamir runnu á lyktina og fóru aftur að
dyrunum inn í eldhúsið, þar sem Guðlaug var að matbúa. Maginn
þeirra hefur sennilega verið tómur. Strákarnir stilltu sér upp í röð við
dymar og mændu brúnum barnsaugum á Guðlaugu fast við krásirnar,
sem við áttum að fá. Þá bráðnaði hjarta hennar. Hún hætti að fást við
matinn og fór að smyrja brauð með alls konar áleggi handa þeim.
Hún pakkaði sneiðunum inn í pappír og rétti þeim. Sá er fyrstur fékk,
fór úr röðinni, setti brauðpakkann á lestarlúkuna og fór svo í röðina
aftur og þá aftast. Svona gekk þetta, þeir fóru með pakkana fram
á lúku og svo aftast í röðina aftur, og alltaf smurði Guðlaug þar til
leiðsögumaður kom um borð kl. 18.00. Tókum við þá strákana, lyftum
þeim upp á bryggju og réttum þeim brauðpakkana sína. Eftir þetta
var landfestum sleppt og haldið úr fiskihöfninni og út á Weserfljót og
síðan siglt eftir leiðsögn að Weserósum.
Nú kom að matartíma meðan á þessari siglingu stóð, og var
leiðsögumanni boðinn matur eins og hinum. Hann þakkaði fyrir það,
en sagðist aðeins þiggja matinn ef hann fengi að taka afganginn með
sér heim til konu og bama. Stjómendur skipsins héldu að það væri
auðsótt, og er hann hafði etið nægju sína af hinum bestu krásum er