Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 206
204
Ofurlítil viðbót
Borgfirðingabók 2005
í frásögninni hér að framan ervikið að ævintýralegri björgun skips-
ins Eld^y undan yfirtöku Þjóðverja. Þær siglingar eru minnisstæður
þáttur í styrjaldarsögu Norðmanna og hafa komið út margar bækur
með frásögnum af þeim. Ein þeirra er Englandsfarten eftir Ragnar
Ellstein, sem kom út í Oslo 1967, en fer hér á eftir stuttur kafli úr
henni þar sem greint er frá ferð Ola Solbjorg.
Eftir hernámið lagðist drungi vanmættis yfir fólkið í Alasundi.
Það gilti þó ekki um alla. Einn þeirra var Oli Solbjorg, áttræður
útgerðarmaður, sem hafði á ungum aldri leitað að gulli í Astralíu,
seinna siglt um öll heimsins höf og var, þótt aldraður væri, einn
kraftmesti útgerðarmaður á svæðinu. Þriðja maí gekk hann um
borð í eitt skipa sinna, gufubátinn Utvær og sigldi frá Alasundi með
allri áhöfn. Nokkrum dægrum síðar var komið að landi í Klakksvík
í Færeyjum. Elann ætlaði þegar að heíja veiðar. Það hlyti að vera
þörf fyrir fisk þegar heimurinn stóð í báli, en í Klakksvík voru engin
veiðarfæri fáanleg, og hann hafði ekki gefið sér tíma til að taka neitt
af því tagi með sér að heiman.
Þremur eða fjórum dögum seinna var hann aftur á leið um
Noregshaf á vélbáti til að nálgast það sem hann vantaði, en einnig
til að sækja hina tvo bátana sína, Gá Pá og Eldoy. Hann tók með sér
aðstoðarmann, ungan háseta, dálítið af mat og talsvert af fatnaði. A
leiðinni til baka varð hann veikur og þurfti að láta hásetann um að
stýra. Um miðjan næsta dag voru þeir komnir undir Noregsströnd, en
þá gerði mótbyr og um kvöldið rauk upp með ofsaveður og stórsjó.
Þeir urðu að fella segl til þess að halda bátnum á réttum kili, en hann
fyllti og það drapst á mótornum og bátinn rak stjómlaust í vestur.
I þrjá daga börðust þeir félagar fyrir lífi sínu, en þá snerist
vindáttin, þeir fengu góðan byr og gátu loks lagt að landi til þess að
lagfæra skemmdimar. Þar kom að þeim á bát sínum maður sem lengi
hafði verið á bátum Ola og hjá honum fengust þær upplýsingar að
tundurdufl hefðu verið lögð í sundið sem stysta leiðin lá um. Þegar
þeir nálguðust Álasund var farið í land, og Oli reyndi að hringja á
skrifstofuna, en það tók hann langan tíma að sannfæra viðmælanda
um að þetta væri hann sjálfur, en þegar sá hafði áttað sig benti hann
á að þýskt varðskip lægi á aðal siglingaleið til bæjarins. Þá brá Óli