Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 210
208
Borgftrðingabók 2005
Strókur. Ljósm. FTH.
hinum megin kornvara. Gert var ráð fyrir að sækja mætti hestinn að
tjórum dögum liðnum.
A tilsettum tíma var vinnumaðurinn sendur að sækja hestinn. Leið
hans lá meðfram Hallmundarhrauni, efst í farvegi Litla-Fljóts, sem
var vatnslítið á þessum árstíma. Merkjalækur liggur á milli tveggja
innstu bæjanna og fellur í Litla- Fljót. Handan fljótsins er grasgefinn
bali sem gott þótti að stoppa á til að hvíla hestana. Neðst í Merkjalæk
er nokkuð hár blágrýtisdrangur, strýtumyndaður, er nefnist Strókur,
og þóttust margir verða varir við ýmsa fyrirburði er þeir áttu þar leið
framhjá og þá einkum er dimmast var orðið og áliðið dags.
Er vinnumaður kemur að þessum áfangastað ákveður hann að
stoppa með hestana og leyfa þeim að bíta smá stund. Tekur ofan
klyijamar og lagar á klyfjahestinum reiðinginn og gjarðir og klyíjar.
Síðan heldur hann af stað, en ekki hefur hann farið langa leið er hann
lítur til baka og sér sér til undrunar að baggarnir eru dottnir ofan af
hestinum án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Hann fer af baki, lætur upp
baggana og heldur svo áfram. Þá endurtekur sagan sig. Þar sem farið
var að skyggja sá hann ekkert sem gæti valdið þessu. Var nú farið
að síga í gamla manninn, svo hann tekur það til ráðs að ganga aftur
fyrir klyfjahestinn og gera krossmark aftan við hann. Segir nú ekki
af ferðum vinnumanns fyrr en heim kemur. Heimilisfólk hjálpar við
að koma farangrinum í hús. Þar sem orðið var áliðið kvölds og fólki
fannst hann hafa verið óeðlilega lengi á leiðinni var hann spurður
hvort eitthvað hefði tafið hann. Hann svarar engu en snýst í kringum
baggana steinþegjandi. Loksins reisir hann sig upp, fær sér í nefið og
segir:
„Það var helvítis draugurinn í Strók sem tók alltaf niður baggana
þegar ég var lagður af stað, þangað til ég gekk aftur fyrir Blesa og
gerði þar krossmark, þá lét hann mig í friði eftir það.“