Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 47
astar fregnir af styrjaldarviöburöunum og gaf hann
þá sjálfur út á íslenzku lítið flugrit, er nefndist:
Pýzkaland og héimsstyrjöldin (1915). Tímarit íslands-
vinafél. birti á ófriðarárunum allmargar greinir um
viöhorf íslendinga á þessum árum og sjálfstæðismál
íslendinga.
Ymsir nafnkunnir þýzkir fræðimenn hafa ritað í
tímaritið eins og t. d. Heusler þróf. í Basel (áður í
Berlín), Paul Herrmann þróf. (langa ritgerð um Glámu,
um Theodor Fontane og ísland, um ísland í þýzk-
um nútíðarbókmenntum), Felix Genzmer próf. í Mar-
burg (er snúið heflr Sæmundareddu á þýzku), Neckel
prófessor i Berlin (um gríska og norræna menning),
H. Erkes bókavörður í Köln o. fl. Pá hafa og ýmsir
íslendingar birt markverðar greinir í tímaritinu,
Guðm. Hannesson prófessor (um fæðingu og dauða
á íslandi, um Wilson og Pjóðverja), sr. Halldór Jóns-
son (um íslenzka sönglist) o. fl.
Heydenreich hefir gert sér far um að kynna ís-
lenzkan nútíðarskáldskap á Pýzkalandi; hann hefir
birt í timariti sínu kafla úr sögum eftir Jón Trausta,
Gunnar Gunnarsson, Halldór frá Laxnesi, Jóhann
Jónsson og snúið kvæðum eftir Jakob Smára, Davíð
Stefánsson og Stefán frá Hvítadal.
Má af þessu sjá, að Heydenreich heflrunnið mikið
og óeigingjarnt starf til aukinnar þekkingar á íslenzkri
menning erlendis og er óskandi, að hann eigi enn
eftir að starfa um ókomin ár sem merkisberi íslenzkr-
ar menningar meðal þýzkumælandi þjóða.
A. J.
(43)