Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Side 66
Veðurfræði og veðurspár,
i.
Veðurfræði og stjörnufræði eru elztu greinir nátt-
úruvísindanna. Er pað og vel skiljanlegt, að stjörnu-
dýrð himinsins hafi verið eitt hið fyrsta, sem lypti
hugum »vorra fyrstu foreldra« frá matarstritinu og
kom peim til að undrast, hagsa og rannsaka. En
löngu fyrr höfðu peir lært að skgnja áhrif veðursins.
— Stundum skein sólin á döggvota jörðina, og allt
lék í lyndi. Stundum fór veðrið hamförum, svo að
allt ætlaði um koll að keyra. Sólin var vinur peirra,
og varð brátt tignuð og tilbeöin sem æðsti guð.
Stormurinn og illviðrið voru andskotar, sem sólguð-
inn átti baráttu við. Sólin, máni og sljörnur fóru öll
á himinvegum, og lá pví nærri að ætla, að pau hefðu
öll meiri eða minni áhrif á veðrið. — Þess vegna
tengdust stjörnu- og veðurfræði pegar í öndverðu
föstum tengslum, sem haldizt hafa allt til síðustu
aldar.
Fyrstu bækur, sem ritaðar voru um veðurfræði,
fjölluðu um öll fyrirbrigði milli himins og jarðar:
ský, vigahnetti, eldingar, halastjörnur og himintungl.
Nefndu Grikkir petta einu nafni meteóra og fræði-
greinina um pau meteórólógía, og pví nafni heldur
veðurfræðin enn í dag á flestum, ef ekki öllum,
heimsins tungumálum, nema á íslenzku verður pað
vist aldrei tungutamið. Á síðari áratugum hafa menn
komizt að raun um, að raáninn, stjörnur, halastjörn-
ur og vígahnettir hafa engin áhrif á pau fyrirbrigði,
er gerast i lopthjúpi jarðarinnar. Er peim pví skipað
í sveit með stjörnufræði, en veðurfræðin er einungis
látin fjalla um veðrið og pað, sem gerist i lopthjúpi
jarðarinnar: loptstrauma (vinda), sólaryl, hitatar, ský
og úrkomu.
(62)