Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 68
skilyrðum þeirn, sem lífverurnar eiga þar við að búa
vegna veðursins. Hún gerir t. d. grein fyrir einkenn-
um hitabeltis- og heimsskauta-loptlags og rannsakar,
yfir hvaða svæði þau nái. Er venjulegt að telja
heimsskauta-loptslag í þeim löndum, sem eru svo
norðar- eða sunnarlega á hnettinum, að meðalhitinn
i júlí er 10 stig eða minna. Við svo lágan hásumars-
hita geta birkiskógar ekki náð fullum þroska.
II.
Grundvöllur allra veðurfræðilegra rannsókna eru
veðurathuganir. Eru þær gerðar með þvi móti, að
hver af höfuðþáttum veðursins er mældur út af fyrir
sig með mælitækjum eða metinn eftir ágizkun á
vissum timum í sólarhring hverjum. Höfuðþættir
veðursins eru jafnan: veðurhæð, hitastig, úrkoma,
ský og Ioptþrýsting. Veðurhæðin er mæld með vind-
mæli (hraðinn i metrum á sek.) eða metinn eftir
ágizkun í 13 stigum frá 0 (logn) til 12 (fárviðri).
Hitinn er mældur með hitamæli, sem hangir í for-
sælu, loptþrýstingin með loptvog o. s. frv. Veður-
lagið í heild sinni fer eftir því, hvert þessara atriða
er mest áberandi, og af því spretta veðurlýsingar,
svo sem hvassviðri, úrfelli, hlýindi, hríð (snjókoma
og hvassviðri samtímis) o. m. fl.
Þrýsting loptsins hefir mjög mikil áhrif á veður^
lagið, þótt eigi verðum vér beinlínis varir við hana,
né daglegar breytingar, sem á henni verða; en vér
sjáum þær á loptvoginni, sem nú er til á flestum
heimilum.
Til þess að hægra sé að átta sig á veðurathugun-
um og bera þær saman, eru þær oft ritaðar á svo-
nefnd veðurkort, Eru það fyrst og fremst venjuleg
landabréf, sem sýna lönd og höf í réttri afstöðu.
Hver veðurathugun er svo rituð á sinn stað á kort-
inu með ákveðnum, handhægum merkjum. Vindáttin
er t. d. táknuð með örvum, regn með svörtum depli,
(64)