Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 79
Norðurálfu. Er að þeim hinn mesti styrkur við veð-
urspár bæði hér á landi og austan hafs.
Á ófriðarárunum voru veðurskeyti landa á milli
strangasta bannvara. Hernaðarþjóðirnar hindruðu
hver um sig af öllum mætti, að andstæðingarnir
kæmust yfir nauðsynlegar fregnir, til þess að byggja
á veðurspár. Meðal annars stöðvuðu Englendingar
veðurskeytin frá íslandi, svo að Norðurlandaþjóð-
irnar, sem hlutlausar voru í ófriðnum, fengu þau
heldur ekki. — En eftir að ófriðnum lauk, var brátt
tekin upp aftur samvinna um veðurfregnir landa á
milli og henni komið í miklu betra horf, heldur en
áður hafði verið. Var nú bundið fastmælum, að hvert
ríki skyldi láta orkumiklar loptskeytastöðvar senda
veðurskeyti 2—3 sinnum á dag frá ákveðnum stöðv-
um innan sinna landamæra. Er hverjum sem vill
heimilt að hlusta á þessi skeyti og nota eftir vild.
Hvert ríki hefir ákveðinn senditíma og taka við hvert
af öðru í fastri röð. Veðurathuganir fara fram sam-
tímis: kl. 6 f. m., kl. 12 á hádegi og kl. 5 e. m. —
Með þessu móti getur hver veðurstofnun, sem veð-
urspár hefir með höndum, fengið samtimis veður-
fregnir þrisvar á dag frá athugunarstöðvum hér og
þar um alla Norðurálfu, frá skipum á Atlantshaíinu,
frá íslandi, Jan Mayen, Svalbarða og síðustu tvö árin
frá Grænlandi. Pá senda Rússar einnig skeyti frá
mörgum stöðvum í Síberiu og Austur-Asíu tvisvar á
dag, og frá Norður-Ameríku berst hingað skeytasyrpa
einu sinni á sólarhring. Nær þannig keðjan af dag-
legum veðurfregnum því nær óslitin um alla Norð-
urhálfu jarðar, og má stöðugt fylgja rás loptstraum-
anna i aðaldráttum um allt þetta svæði. Að eins sjálft
heimsskautasvæðið er í þessu efni sem öðrum ónum-
ið, en ef spádómar Vilhjálms Stefánssonar rætast,
um framtíð Norðurvegar, þá munu flugvélar og lopt-
skip velja sér »siglingaleið« þvert yfir íshafið, milli
hins gamla og nýja heims. Og þá mundi nýtt tímabil
(75)