Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Page 92

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Page 92
og mun sjaldan hafa vanrækt að hlýða messu á helg- um dðgum, þegar messa bar í sóknarkirkju hans á Tjörn. Á vetrum hafði hann þann sið að koma þang- að um miðjan dag á laugardögum og sitja á tali við föður minn, það sem eftir var dags, og aldrei fór hann á sunnudögum fyrr en eftir messu. Var hvort tveggja, að þetta voru hans hvildarstundir frá heim- ilisvinnu, og ekki síður hitt, að hann vildi fræðast um allt nýtt, sem i bókum og blöðum kom út; en presturinn var víst eini maðurinn, sem keypti nýjar fræðibækur þá. Var Guðmundur óþreytandi að ræða um efni bókanna, sem hann fekk stundum að láni. Föður mínum var yndi að þessu og ljúft að leið- beina honum í hverju, sem hann gat. Pótt mér stæði í fyrstu geigur af þessum manni, fór það svo, að eg sleppti engu tækifæri til að hlusta á samræður þeirra; eg þráði, að þessi gestur kæmi sem oftast. Ósjaldan var það, að hann lofaði föður minum að heyra ljóð- mæli sín, og ræddu þeir þá um þau. Gerði faðir minn þá stundum athugasemdir og fann að, ef hon- um þótti þess þurfa. Var Guðmundur jafnan þakk- látur fyrir slíkar bendingar. Þó að hann væri si- vinnandi að venjulegum heimilisverkum og auk þess að ýmsum umbótum á ábýlisjörð sinni, er mér það ljóst, að hann var einn af þeim mönnum, sem finna, að »maðurinn lifir ekki af einu saman brauði;« hann hungraði og þyrsti eftir andlegu fóðri. Oft heyrði eg talað um, að Guðmundur Ketilsson væri einhver bezti bóndinn þar á Vatnsnesinu og langt á undan öðrum í húsagerð og jarðabótum, enda var sjaldgæft pá, að bændur hugsuðu um slíka hluti. Hann reisti af nýju öll hús á Illugas öðum; voru þau traust og vönduð að öllu; þar á meðai gerði hann heyhlöður af torfi og grjóti, sem þá voru einsdæmi í sveit á Norðurlandí. Man eg, að fjósh aðan á 111- ugastöðum var svo vel gerð, að hún stóð, sem ný væri, þegar eg fluttist af Vatnsnesinu 1873. Bæjarlæk- (88)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.