Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Síða 97
Á síðari eða siðustu árum skáldsins kvað hann þetta:
1. Pegar nafn mitt eftir á
allra pögn er falið,
Illugastaða-steinar pá,
standið upp og talið.
2. Engin voru verk hans góð,
en væri hálfmynd nokkur,
Gvendur heitinn hefir pjóð
hnoðað brauð af okkur.
3. Hvaða látum, karlskornsins
kemur lofstír fyrsti,
fyrst hann gat pað forgeíins,
freistarinn heimti af Kristi.
Af andlegum ijóðum, sem pó var töluvert af, man
eg nú að eins petta:
Mörg og rauð pó synd min sé,
sálin auðmjúk kvaki:
Lát mér auðnast, lausnari,
líf að dauðans baki.
Minningarnar frá barnsárum mínum um penna
einkennilega mann hafa allt af verið mér kærar.
Þess vegna fannst mér ómaklegt, að hann gleymdist
með öllu. Eg veit vel, að petta er skörðótt, en ef
pað yrði til pess, að einhver, sem veit meira, vildi
bæta við og fylla skörðin, er tilganginum náð.
1 október 1927. — Björn Sigfússon.
Hér skal nú aukið við nokkuru eftir frásögn Theo-
dórs Arnbjarnarsonar:
Um ástæðu pess, að Guðmundur Ketilsson varð til
að taka pau Friðrik og Agnesi af lífi, hefir mér verið
sagt af gömlu fólki á Vatnsnesi, eftir peim, sem
kunnugir voru Guðmundi, að hann hefði talið Natan
eiga sök á peim hlutum, sem drógu til lífláts hans.
Af pví leiddi dauðadóm Friðriks og Agnesar. Enginn
fekkst til að höggva pau, peirra er til pess væri
treyst. Var pá i ráði að flytja pau utan til aftöku,
(93)