Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 28
„Þú ert með illkynja brjóstakrabba- mein í hægra brjósti og í eitlum. Ég man bara að pabbi byrjaði að gráta og mamma fraus. Ég horfði á mömmu, hristi hausinn og sagði „ég er bara tuttugu og sex ára“. Þetta gerðist allt svo hratt og eina sem ég hugsaði var að ég ætti bara eitt próf eftir í skólanum og að ég væri orðin veik og gæti ekki flogið. Þó svo að það hafi kannski verið auka atriði þarna,“ sagði Sóley í einlægu við- tali í Suðurnesjamaga-síni í október á síðasta ári. Sóley kláraði síðasta prófið með stæl og útskrifaðist sem flugkennari í kjölfarið. Eftir útskrift tók við langt og erfitt tímabil þar sem hún fór í átta lyfjameðferðir, brjóstnám og geislameðferð. Ferlinu lauk 4. október 2021 og nú ári seinna settist blaðamaður Víkurfrétta niður með Sóley þar sem hún fór yfir lífið eftir krabbamein og breytingarnar sem orðið hafa á þessum stutta tíma. „Ég er ekki sama stelpa og fyrir tveimur árum“ „Það er eitt ár síðan ég kláraði allt saman, í október í fyrra. Ég man að þá hugsaði ég með mér „áfram gakk, ég ætla að byrja á fullu í ræktinni, ná mér í gamla góða formið og ætlaði í raun að fara að sigra heiminn og gera allt á einum mánuði en ég lenti á vegg. Ég var búin að vera svo upp- tekin að því að berjast og kljást við allt sem fylgir meðferðinni og þegar það var allt í einu búið var ekkert sem greip mann. Það var ótrúlega erfitt og það tóku við margir mán- uðir af sjálfsvinnu. Auk þess byrjaði ég að endurnýja flugréttindin mín og fá heilbrigðisvottorðið mitt aftur til þess að mega fljúga. Í gegnum það fór ég hægt og rólega að vinna í að koma andlegu hliðinni á rétt ról. Ég er ekki sama stelpa og fyrir tveimur árum og það er erfitt að sætta sig við það, oft var ég heima og byrjaði að gráta yfir því. Ég saknaði kannski hársins míns eða saknaði þess að vera „gamla Sóley“ sem gat farið á Crossfit æfingu eða hvað eina. Þannig að þetta var mjög erfið lending eftir þetta allt, sem varð til þess að ég er búin að vera „extra“ góð við mig núna síðustu mánuði og Flugmaðurinn og flugkennarinn Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein í mars 2021 en er nú að hefja störf sem flugmaður hjá Atlanta. ÉG GET GERT ALLT SEM ÉG VIL GERA meira að segja flogið Þrátt fyrir ungan aldur hefur líf Sóleyjar verið mikil rússíbanareið en hún greindist með krabbamein í mars 2021, sama dag og hún lauk síðasta prófinu í flugkennaranáminu, þá aðeins 26 ára að aldri. Þrautseigja hennar og hugrekki hefur komið henni í gegnum stórar áskoranir lífsins og nú hefur hún ekki aðeins sigrað krabbameinið heldur er langþráður draumur hennar, að vinna sem atvinnuflug- maður, orðinn að veruleika og hefur Sóley störf sem flugmaður hjá flugfélaginu Air Atlanta í byrjun næsta árs. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is 28 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.