Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 8
OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða! Bókakonfekt og Jóla-kósý Bókakonfekt var haldið þann 1. desember í Bókasafni Reykjanesbæjar. Rithöfund- arnir Úlfar Þormóðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Jóhann Helgason lásu þá upp úr nýút- komnum bókum sínum við góðar undirtektir gesta og einnig mættu nemendur Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og fluttu tónlistaratriði með jólaívafi. Dagskráin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Við sama tækifæri opnaði sýningin Jóla-kósý í Átthagastofu bókasafnsins en sýningin verður opin allan desembermánuð. Þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi. Sýningin er opin á opnunar- tíma safnsins. Jóhann Helgason, Úlfar Þormóðsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Sýningin Jóla-kósý verður opin allan desember á opnunartíma bókasafnsins. Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í jólaskreyt- ingar utandyra. Það er líka einstak- lega gaman að taka rúnt um bæinn og skoða þessar fallegu skreytingar. Þar sem bærinn okkar stækkar stöðugt geta glæsilegar jólaskreyt- ingarnar leynst víða og því finnst okkur tilvalið að smella í laufléttan jólaleik þar sem íbúar geta komið með tillögur að jólahúsi Reykjanes- bæjar. Húsasmiðjan ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þeirra húsa sem verða hlutskörpust í leiknum. Ferlið er sáraeinfalt. Ef þú sérð hús sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreyt- ingar, þá smellirðu mynd af húsinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Síðan er tillagan sett hér og myndinni hlaðið inn og götuheiti og númer skráð. Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 20. desember nk. á vef Reykjanesbæjar. Menningar- og at- vinnuráð fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús Reykjanesbæjar. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláks- messu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðj- unnar. Hvert er jólahús Reykjanesbæjar? Kósý inniskórnir fást hjá okkur Vinsælu vörurnar frá Devold GÓÐAR GJAFIR HAFNARGATA 29. SÍMI 421-8585 í jólapakkann 8 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.