Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 49

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 49
Einhver fíkn „Sko, ég er bara titlaður fram- kvæmdastjóri. Við erum fimm í aðalstjórn og níu í varastjórn – og það veitir ekkert af öllum þessum fjölda,“ segir Gummi. „Ég er meira svona verkefnastjóri, sé um að deila út verkefnunum.“ „Þetta er bara einhver fíkn. Þú verður að fá að skipta þér af,“ segir Anna Pála og bætir við að fólk hafi skoðanir og vilji fá að gera eitt- hvað. „Ég var búin að vera viðloð- andi körfuna lengi; ég var búin að vera í stjórn, búin að vera sjúkra- þjálfari hjá kvennaliðinu, búin að vera í kvennaráði og framvegis. Svo hætti Gummi að þjálfa og allt í einu höfðum við allan tímann í heiminum fyrir okkur sjálf og sá tími fór fram í sófanum fyrir framan sjónvarpið – en við nenntum því ekki. Þá spurði Gummi hvað við ættum að gera, við nenntum ekki að fara að vinna í kringum fótboltann því það tekur frá manni sumrin. Okkur langaði að eiga frí á sumrin; við erum ekki lengur með ungabörn, vorum að byrja í golfi og okkur langar að ferðast. Svo Gummi stingur upp á hvort við ættum að athuga með körfuna og upphaflega fórum við saman inn sem eitt stöðugildi. Við fórum oftar en ekki bæði á fundina en Gummi var oftar í kringum leikina. Ég vissi svo sem frá upphafi að hann myndi aldrei láta það duga að vera bara á hliðarlínunni, gleymdu því, hann þarf að fá að skipta sér aðeins meira af.“ „Það fer fækkandi því fólki sem er tilbúið að taka ákvarðanir – stundum óvinsælar og þú veist að þú átt eftir að fá gagnrýni fyrir,“ segir Gummi. „En það þarf að taka þessar ákvarð- anir. „Og Gummi er bara vanur því að vera óvinsæll inn á fótboltavellinum,“ skýtur Anna Pála inn í og þau hlægja bæði. „Ég meina, þú verður stundum að taka erfiðar ákvarðanir. Þá bara tekur maður það á kassann.“ „Pabbi þjálfaði mikið í yngri flokkunum og var meira viðloðandi starfið hjá yngri flokkunum en bæði mamma og pabbi voru á tímabili í stjórn í fótboltanum. Mamma var fyrsti kvenmaðurinn í stjórn knatt- spyrnunnar í Keflavík – brautryðj- andi,“ segir Gummi. „Hún byrjaði í stjórninni seint á níunda áratugnum og var í þeirri stjórn sem tók þá drastísku ákvörðun að Keflavík hætti að spila í gulu. Þau ætluðu að fara í svart en í þá daga mátti það ekki þar sem dómarar voru svartklæddir. Það var sennilega árið ‘90 að Keflavík fór í svarbláan búning, eins nálægt svörtum og hægt var.“ Eruð þið bæði héðan úr Keflavík? „Ég ólst ekki upp hérna í Keflavík fyrstu árin, ég bjó á Stöðvarfirði til tíu ára aldurs. Mamma, Helga Sveinsdóttir, er Keflvíkingur í húð Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Okkur langaði að eiga frí á sumrin; við erum ekki lengur með ungabörn, vorum að byrja í golfi og okkur langar að ferðast ... Guðmundur Steinarsson varð bæði leikja- og markahæsti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur í efstu deild í knattspyrnu eftir leik Keflvíkinga og Grindvíkinga í Pepsi-deild karla 2011. Guðmundur skoraði eina mark Keflvíkinga í leiknum sem tapaðist 1:2 og það var 74. mark hans í 215 leikjum í efstu deild. Faðir hans, Steinar Jóhannsson, átti gamla markametið en Sigurður Björgvinsson hafði leikið flesta leiki Keflvíkinga á undan Guðmundi. Gummi og Anna Pála eru bestu vinir og þeim leiðist ekki að leika sér saman. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.