Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 31
Það sem stóð upp úr árið 2022 hjá Heru er sumarfríið sem fjöl- skyldan átti saman en þau ferðuðust um Austurland með felli- hýsi. Henni finnst heitt kakó, kertaljós, jólamynd, mandarínur og samverustundir með fjölskyldunni vera ómissandi í kringum jólahátíðina. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Þetta ár hefur verið mjög gott hjá okkur fjölskyldunni og það sem stóð upp úr var sumarfríið okkar saman. Við ferðuðumst um Austurland með fellihýsi sem var dásamleg upplifun. Ert þú mikið jólabarn? Já, ég hef alltaf verið mikið jóla- barn og það jókst bara eftir að ég eignaðist mín eigin börn. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Það er yfirleitt sett upp fyrsta eða annan sunnudag í aðventu. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ég get ómögulega munað eftir fyrstu jólunum en ég á margar góðar jólaminningar við að skreyta jólatréð og baka smákökur. Ég man líka hvað heimilið breyttist í hálf- gjört jólahús þegar jólin nálguðust (og það er ennþá þannig þegar maður kemur heim til mömmu og pabba). En skemmtilegar jólahefðir? Það eru jólaboðin á jóladag og annan í jólum, svo held ég að maður þurfi bara að fara búa til nýjar hefðir. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Ég er vanalega mjög skipulögð með gjafirnar en á það alveg til að geyma jafnvel eina gjöf þar til á Þorláksmessu. Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Heitt kakó, kertaljós, jólamynd og mandarínur. Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin sem þú hefur fengið? Ég gleymi aldrei bleiku og svörtu Vans skónum sem ég fékk ein jólin. Er eitt- hvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Nei, það er ekkert sérstakt. Mér finnst samt alltaf gaman að fá ein- hvers konar upplifun í gjöf. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Já, við erum með rjúpur og það er hefð sem kemur frá manninum mínum… ég þurfti reyndar aðeins að venjast þessu fyrst en er komin á bragðið núna. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla á jólatónleika, sem mér finnst nauðsynlegt til þess að fá smá jólahlýju í hjartað og taka svo rölt í Aðventugarðinn og upplifa jólagleðina sem honum fylgir. Ég hlakka til þess að njóta með fjöl- skyldunni, samverustundirnar á jólunum gefa manni svo mikið, það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli Hera Ketilsdóttir ti m ar it .is Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0 o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á timarit.is Nýjar og glæsilegar íbúðir við Reynidal 6 í Reykjanesbæ SÖLUSÝNING Sérlega vandaðar íbúðir í sex íbúða húsum. Íbúðirnar skilast fullbúnar að innan sem utan. Húsin eru staðsteypt og klædd að utan með 2mm lituðu áli. Áltrégluggar og hurðar eru frá Berki. Sérsmíðaðar innréttingar frá Grindinni. Á gólfum í stofum og herbergjum er 12mm vandað harðparket, en flísar á öðrum rýmum. Ísskápur og uppþvottavél frá AEG fylgja með íbúðunum. Búið er að leggja raflagnir fyrir hleðslustöðvar við hvert bílastæði. 4ra herbergja 101,1 fm2 íbúð - verð: 39,5 mkr. Nánari upplýsingar hjá söluaðilum: Stuðlaberg fasteignasala, s. 420 4000 Eignamiðlun Suðurnesja, s. 420 4050 Eignasalan, s. 420 6070 AFHENDING REYNIDALUR 6 VIÐ KAUPSAMNING Föstudaginn 13. mars kl. 17.00 –19.00 Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól me þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.