Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 64

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 64
Karen J. Sturlaugsson segir að 17. júní standi upp úr á árinu sem er að líða. Enda engin furða en þá veitti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, henni íslensku fálkaorðuna og sama dag var Kar- en einnig útnefnd listamaður Reykjanesbæjar fyrir árin 2022–2026. „Hann stendur að sjálf- sögðu upp úr, það var risastór dagur,“ segir Karen. Karen hefur í nægu að snúast en hún er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, er stjórnandi Lúðra- sveitar verkalýðsins og stýrir einnig Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. „Fólk segir að það hægist um hjá manni eftir því sem árin færast yfir – en því er sko ekki þannig háttað hjá mér,“ segir hún brosandi og bendir á skrifborðið sitt sem er yfirfullt af allskyns skjölum og vinnupappírum. „Yfir jólatímann er vertíð hjá Bjöllu- kórnum en við höfum spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jóla- tónleikum frá árinu 2012 – og oftast í sólóhlutverki. Núna erum við að fara að spila með Sinfóníunni í Hörpu um næstu helgi og það verður þá í ellefta skipti sem við spilum með henni.“ Karen segir að oftast spili Bjöllu- kórinn frammi í anddyri fyrir gesti áður en tónleikarnir hefjast og einnig eftir tónleikana. „Þeim finnst svo jólalegt að heyra í bjöllunum og það er þannig, bjöllukórar eru mjög jóla- legir – enda erum við búin að vera að æfa jólalög frá því í ágúst.“ Langaði að sameina þetta tvennt Karen hefur einnig stýrt Lúðrasveit verkalýðsins undanfarin ár og hélt lúðrasveitin tónleika í Stapa í síðasta mánuði þar sem fram komu nokkrir einleikarar úr hópi framhaldsnem- enda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar auk Bjöllukórsins. Ég fæ að lifa og hrærast í tónlist alla daga Karen ásamt Birni Sturlaugssyni, eiginmanni sínum, þann 17. júní aftir að hafa verið útnefnd listamaður Reykjanesbæjar þegar þjóðhátíðardeginum var fagnað í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ. Fyrr um daginn hafði henni verið veitt hin íslenska fálkaorða. VF-mynd: pket Það eru svo flottir krakkar hér í skól- anum, svo er ég að vinna með þess- ari flottu lúðra- sveit í Reykjavík og mig langaði að sameina þetta tvennt ... Jólatíminn er vertíð hjá Bjöllukórnum sem leikur nú í ellefta sinn á jólatónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. VF-myndir: JPK VF-myndir: JPK Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Félag eldri borgara á Suðurnesjum sendir kærar kveðjur til félagsmanna sinna með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár sem færir okkur gleði, hamingju og samverustundir sem allir geta tekið þátt í. Við bjóðum nýja aðila velkomna sem eru 60 ára + Umsókn um aðild með nafni, kennitölu og heimilisfangi sendist á netfang: gjaldkerifebs@simnet.is eða í síma: Loftur 860-4407 og Guðrún 899-0533 Með jólakveðju Fyrir hönd stjórnar, Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Jólakveðja 64 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.