Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 2
 ÓSKUM SUÐURNESJABÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝS ÁRS ÞÖKKUM SAMFYLGDINA Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur samþykkt umsókn Samherja um breytingu á deiliskipulagi fyrir Stað vestan Grindavíkur. Eins og fram kom í síðustu viku hafði nefndin hafnað umsókn Samherja um bygg- ingarleyfi fyrir seiðahúsi við Stað. „Það var kannski gert meira úr þessu en þurfti. Byggingaráformin voru í andstöðu við deiliskipulag sem tiltölulega einfalt er að gera breytingar á þarna út á Stað. Deili- skipulagsbreyting vegna þessa var tekin fyrir og samþykkt í skipulags- nefnd Grindavíkurbæjar í síðustu viku. Ég geri ráð fyrir að bygging- aráformin komi aftur til nefndar- innar á næsta fundi sem fer fram á mánudaginn kemur, 19. desember. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samherja í kjölfarið. Aðstæður til fiskeldis á svæðinu við Stað og á fleiri stöðum vestan við þéttbýli hjá okkur er ákaflega góðar. Stækkun á seiðastöðinni tryggir og styrkir vaxtarskilyrði fiskeldis Samherja við Stað,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfis- sviðs Grindavíkurbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Samþykkja breytingu á deiliskipulagi við Stað Næsta blað 28. des. – umsókn um byggingarleyfi tekin fyrir í næstu viku Hlutfallslega mest hefur fjölgun íbúa verið á Suðurnesjum á síð- ustu tólf mánuðum, eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Fjölgunin á Suðurnesjum er mest í Reykjanesbæ og var heil átta prósent frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022. Íbúar Reykjanesbæjar voru sam- tals 22.009 þann 1. desember. Fyrir ári síðan voru þeir 20.381. Suður- nesjabær er næst fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með 3.912 íbúa og fjölgun upp á 4,5% á milli ára eða 168 íbúa. Grind- víkingum fjölgaði um 76 á milli ára. Þeir eru í dag 3.665 talsins en fjölgunin var 2,1% á milli ára. Í Sveitarfélaginu Vogum var fjölgun upp á 4,1%. Þar eru íbúar 1.393 þann 1. desember sl. og fjölgaði um 55 á síðustu tólf mánuðum. Samtals er íbúafjöldi á Suður- nesjum 30.979 manns. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.319 frá 1. desember 2021 sem er um 3,4%. Öll sveitarfélög á Suður- nesjum, utan Grindavíkur, eru því vel yfir landsmeðaltalinu. Fjölgað um 8,0% á einu ári Þetta tölublað Víkurfrétta er það síðasta fyrir jól. Næsta tölublað Víkur- frétta kemur út miðvikudaginn 28. desember. Eftir jól opna skrifstofur blaðsins að nýju þriðjudaginn 27. desember kl. 09:00. Við hvetjum aug- lýsendur til að bóka auglýsingapláss í áramótablaðinu fyrir jól en síðasti skilafrestur auglýsinga í áramótablaðið er á hádegi þriðjudaginn 28. desember. Auglýsingar berist á póstfangið andrea@vf.is. Upptaka frá tónleikunum í Stapa í haust verður á dagskrá Hringbrautar um hátíðirnar. Nánar á vf.is í næstu viku! óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Kiwanis mánudaga til föstudaga 17–20 laugardaga og sunnudaga 12–18 Opið: Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS 2 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.