Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 2

Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 2
 ÓSKUM SUÐURNESJABÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝS ÁRS ÞÖKKUM SAMFYLGDINA Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur samþykkt umsókn Samherja um breytingu á deiliskipulagi fyrir Stað vestan Grindavíkur. Eins og fram kom í síðustu viku hafði nefndin hafnað umsókn Samherja um bygg- ingarleyfi fyrir seiðahúsi við Stað. „Það var kannski gert meira úr þessu en þurfti. Byggingaráformin voru í andstöðu við deiliskipulag sem tiltölulega einfalt er að gera breytingar á þarna út á Stað. Deili- skipulagsbreyting vegna þessa var tekin fyrir og samþykkt í skipulags- nefnd Grindavíkurbæjar í síðustu viku. Ég geri ráð fyrir að bygging- aráformin komi aftur til nefndar- innar á næsta fundi sem fer fram á mánudaginn kemur, 19. desember. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samherja í kjölfarið. Aðstæður til fiskeldis á svæðinu við Stað og á fleiri stöðum vestan við þéttbýli hjá okkur er ákaflega góðar. Stækkun á seiðastöðinni tryggir og styrkir vaxtarskilyrði fiskeldis Samherja við Stað,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfis- sviðs Grindavíkurbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Samþykkja breytingu á deiliskipulagi við Stað Næsta blað 28. des. – umsókn um byggingarleyfi tekin fyrir í næstu viku Hlutfallslega mest hefur fjölgun íbúa verið á Suðurnesjum á síð- ustu tólf mánuðum, eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Fjölgunin á Suðurnesjum er mest í Reykjanesbæ og var heil átta prósent frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022. Íbúar Reykjanesbæjar voru sam- tals 22.009 þann 1. desember. Fyrir ári síðan voru þeir 20.381. Suður- nesjabær er næst fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með 3.912 íbúa og fjölgun upp á 4,5% á milli ára eða 168 íbúa. Grind- víkingum fjölgaði um 76 á milli ára. Þeir eru í dag 3.665 talsins en fjölgunin var 2,1% á milli ára. Í Sveitarfélaginu Vogum var fjölgun upp á 4,1%. Þar eru íbúar 1.393 þann 1. desember sl. og fjölgaði um 55 á síðustu tólf mánuðum. Samtals er íbúafjöldi á Suður- nesjum 30.979 manns. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.319 frá 1. desember 2021 sem er um 3,4%. Öll sveitarfélög á Suður- nesjum, utan Grindavíkur, eru því vel yfir landsmeðaltalinu. Fjölgað um 8,0% á einu ári Þetta tölublað Víkurfrétta er það síðasta fyrir jól. Næsta tölublað Víkur- frétta kemur út miðvikudaginn 28. desember. Eftir jól opna skrifstofur blaðsins að nýju þriðjudaginn 27. desember kl. 09:00. Við hvetjum aug- lýsendur til að bóka auglýsingapláss í áramótablaðinu fyrir jól en síðasti skilafrestur auglýsinga í áramótablaðið er á hádegi þriðjudaginn 28. desember. Auglýsingar berist á póstfangið andrea@vf.is. Upptaka frá tónleikunum í Stapa í haust verður á dagskrá Hringbrautar um hátíðirnar. Nánar á vf.is í næstu viku! óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Kiwanis mánudaga til föstudaga 17–20 laugardaga og sunnudaga 12–18 Opið: Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS 2 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.