Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 50
og hár og við fluttum hingað ‘89 ... og þá kynntumst við Gummi,“ segir Anna. „Ég var látinn kynnast henni,“ skýtur Gummi inn í og Anna segist ekki hafa vitað af því. Var látinn kynnast henni Gummi er uppalinn Keflvíkingur og hann segir að það hafi verið mikið sport á þessum tíma að vera vatns- beri hjá karlaliðinu í körfunni. „Það var hart barist um það að fá að vera vatnsberi hjá körfuboltaliðinu hérna í Keflavík, þ.e. karlaliðinu, en ég sjá mér leik á borði og gerðist vatnsberi hjá konunum. Þá voru þær að byrja að vinna. Pabbi þekkti svo margar af þessum stelpur, bæði úr fótboltanum og svo hafði verið að kenna þeim líka, og hann hengdi mig svolítið á Önnu Maríu [Sveinsdóttur, móður- systur Önnu Pálu]. Þegar að Anna Pála flytur þá voru náttúrlega leikj- anámskeið á sumrin og Anna María var leiðbeinandi þar ...“ „... og til að ég myndi kynnast ein- hverjum krökkum var ég send með Önnu Maríu frænku á leikjanám- skeið. Svo kem ég á leikjanámskeið, tíu ára, og í fyrsta nestistímanum kemur sætasti strákurinn á nám- skeiðinu og segir: „Hæ, hvað heitir þú?,“ og við urðum bestu vinir upp frá þeim degi. Ég hélt alltaf að hann hefði fallið fyrir þessari sveitastelpu sem var nýkomin í bæinn – en svo frétti ég það upp við altarið árið 2008, þegar ég var að giftast honum, þegar Sigfús prestur segir: „... og það var Anna María, frænka Önnu Pálu, sem bað Gumma um að vera ...“ Ég var gapandi hissa og sagði bara: „Ha?“ Þá var hann vatnsberi hjá liðinu og Anna María frænka sagði við hann: „Ég er að koma með frænku mína, sem var að flytja í bæinn, á námskeiðið. Ertu til í að leika við hana og vera góður við hana?“ En hann er kannski búinn að vera að- eins of góður við mig.“ Anna Pála og Gummi hafa eigin- lega verið saman síðan þá en þau urðu kærustupar fimmtán, að verða sextán, ára gömul – eða eins og Anna Pála orðar það: „Við erum búin að vera bestu vinir í 33 ár, síðan við vorum tíu ára, og höfum verið kær- ustupar í næstum tuttugu ár.“ Þegar maður sér til ykkar þá virðist þið alltaf vera voðalega skotin hvort í öðru. „Já, ég held að við séum það,“ segja þau bæði. „Okkur finnst líka ofsa gaman að vera saman.“ „Ég held að lykillinn að okkar sam- bandi sé að við erum bestu vinir,“ segir Anna Pála. „Og eigum sama vinahóp og svoleiðis,“ bætir Gummi við. „Við hittumst í haust, hópurinn sem varð bikarmeistari fyrir tuttugu og fimm árum, og ég held að ég hafi þurft að segja henni frá því svona fimm sinnum. Við erum svo óvön því að gera eitthvað í sitt hvoru lagi.“ Þau hlægja innilega og Gummi bætir við: „Hún spurði mig alla vega þrisvar hvort við ættum að hafa þetta í matinn á laugardaginn.“ Ítarlegra viðtal við Gumma og Önnu Pálu birtist á vef Víkurfrétta, vf.is, um hátíðirnar. Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Flugvallarbraut 752 262 Reykjanesbær Sími: 415-0235 Email: asbru@asbru.is Bókari Ready for your next job? Check us out at www.verneglobal.com Verne Global gagnaver sem staðsett er á Suður- nesjum leitar að bókara á fjármálasvið félagsins til að sinna almennum bókhaldsverkefnum. Við leitum að jákvæðum og áhugasömum einstakl- ingi sem hefur reynslu af bókhaldsstörfum og/eða nám tengt bókhaldi. Starfið er laust nú þegar og er 100% staða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til 23. desember næstkomandi. https://verneglobal.bamboohr.com/careers/27 ... og til að ég myndi kynnast einhverjum krökkum var ég send með Önnu Maríu frænku á leikjanámskeið. Svo kem ég á leikjanámskeið, tíu ára, og í fyrsta nestistímanum kemur sætasti strákurinn á námskeiðinu og segir: „Hæ, hvað heitir þú? Gummi og Anna Pála á leik með Njarðvík – þau gera allt saman. Brúðkaupsdagurinn. Sjálfa í sólinni. Hjónin með syni sína tvo á sólarströnd. 50 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.