Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 16
Myglað Cheerios eftir- minnilegasta jólagjöfin „Hljómsveitin Valdimar náði loksins að halda tíu ára afmælistónleikana eftir sí-frestanir,“ segir Þorvaldur Halldórsson, tónlistarkennari og trommuleikari Valdimar. Honum finnst notalegt að hafa jólaskreyt- ingar og kertaljós heima í skammdeg- inu á aðventunni. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið hefur verið annríkt, mikið unnið og yfirleitt nóg að gera. Eftir- minnilegar eru kannski utanlands- ferðirnar tvær sem ég fór á árinu; til Englands í sumar að fylgjast með kvennalandsliðinu í fótbolta á EM og svo tónlistarráðstefna sem ég sótti í Indianapolis í Banda- ríkjunum í nóvember. Einnig var gaman að hljómsveitin Valdimar náði loksins að halda tíu ára af- mælistónleikana í Hörpu í apríl, eftir tveggja ára sí-frestanir. Ert þú mikið jólabarn? Það vottar alveg fyrir því en allt mjög hóflegt bara. Finnst notalegt að hafa jólaskreytingar og kerta- ljós heima í skammdeginu á að- ventunni, með góðan kaffibolla og smákökur. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Á æskuheimilinu var það alltaf sett upp og skreytt á Þorláksmessu- kvöld. Það er reyndar allur gangur á því núna á mínu heimili. Ætli það verði ekki sett aðeins fyrr upp núna fyrir hinn yngri, þriggja ára húsbóndann. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Man eftir því sem barn að hafa verið að suða í afa mínum fyrir ein jólin um að segja mér hvað hann ætlaði að gefa mér í jólagjöf. Hann grínaðist alltaf með það að hann ætlaði að gefa mér myglað Cheerios ... sem ég átti nú erfitt með að trúa. En svo á aðfangadagskvöld þegar pakkinn var rifinn upp þá kom í ljós stærðarinnar Cheerios pakki þar sem tússað hafði verið utan á kassann, MYGLAÐ. Sem betur fer kom nú hinn raunverulegi pakki undan trénu síðar um kvöldið. En skemmtilegar jólahefðir? Í æsku var það alltaf hefð hjá okkur systkinum að fara með pabba að sendast með jólapakka til fjöl- skyldu og vina á aðfangadag á meðan að mamma undirbjó jóla- matinn. Það var alltaf mjög gaman. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Síðasta gjöfin er yfirleitt keypt á Þorláksmessukvöld eða jafnvel á aðfangadag. Ég er alltaf seinn á ferðinni þegar kemur að gjafainn- kaupum. Hvað finnst þér vera ómiss- andi á jólunum? Malt og appelsín, örlítil snjó- koma og einn Jóla Kaldi fyrir svefninn. Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin sem þú hefur fengið? Það hlýtur nú að vera fyrr- nefndur Cheerios jólapakki – en ég hef fengið margar góðar ómyglaðar gjafir líka, svo sem bækur, flíkur og hljóðfæri. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Það er voða fínt að fá einhverja góða bók. Jú, heyrðu, svo vantar mig sokka. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Léttreyktur lambahryggur með brúnuðum kartöflum, soðnum gul- rótum og svo að sjálfsögðu grænum og rauðkáli og síðan brúnu sósunni frá mömmu ef mér tekst að fá uppskriftina frá henni. Svo er það Toblerone-ísinn á eftir. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla að reyna að hafa það sem allra rólegast heima. Vonandi upp í sófa með nýju bókina og í nýju sokkunum sem ég fæ í jólagjöf. Aðalmálið er að hafa það huggulegt heima með fjölskyldunni. Hljómsveitin Valdimar náði loks að halda tíu ára afmælistónleika sveitarinnar. Myndir: Spessi Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is 16 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Óðinsvöllum 11 • 230 Keflavík • Kt. 450986-1949 • VSK.nr. 9109 Banki: Íslandsbanki 0542-26-82 Leikskólinn Völlur 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.