Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 16

Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 16
Myglað Cheerios eftir- minnilegasta jólagjöfin „Hljómsveitin Valdimar náði loksins að halda tíu ára afmælistónleikana eftir sí-frestanir,“ segir Þorvaldur Halldórsson, tónlistarkennari og trommuleikari Valdimar. Honum finnst notalegt að hafa jólaskreyt- ingar og kertaljós heima í skammdeg- inu á aðventunni. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið hefur verið annríkt, mikið unnið og yfirleitt nóg að gera. Eftir- minnilegar eru kannski utanlands- ferðirnar tvær sem ég fór á árinu; til Englands í sumar að fylgjast með kvennalandsliðinu í fótbolta á EM og svo tónlistarráðstefna sem ég sótti í Indianapolis í Banda- ríkjunum í nóvember. Einnig var gaman að hljómsveitin Valdimar náði loksins að halda tíu ára af- mælistónleikana í Hörpu í apríl, eftir tveggja ára sí-frestanir. Ert þú mikið jólabarn? Það vottar alveg fyrir því en allt mjög hóflegt bara. Finnst notalegt að hafa jólaskreytingar og kerta- ljós heima í skammdeginu á að- ventunni, með góðan kaffibolla og smákökur. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Á æskuheimilinu var það alltaf sett upp og skreytt á Þorláksmessu- kvöld. Það er reyndar allur gangur á því núna á mínu heimili. Ætli það verði ekki sett aðeins fyrr upp núna fyrir hinn yngri, þriggja ára húsbóndann. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Man eftir því sem barn að hafa verið að suða í afa mínum fyrir ein jólin um að segja mér hvað hann ætlaði að gefa mér í jólagjöf. Hann grínaðist alltaf með það að hann ætlaði að gefa mér myglað Cheerios ... sem ég átti nú erfitt með að trúa. En svo á aðfangadagskvöld þegar pakkinn var rifinn upp þá kom í ljós stærðarinnar Cheerios pakki þar sem tússað hafði verið utan á kassann, MYGLAÐ. Sem betur fer kom nú hinn raunverulegi pakki undan trénu síðar um kvöldið. En skemmtilegar jólahefðir? Í æsku var það alltaf hefð hjá okkur systkinum að fara með pabba að sendast með jólapakka til fjöl- skyldu og vina á aðfangadag á meðan að mamma undirbjó jóla- matinn. Það var alltaf mjög gaman. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Síðasta gjöfin er yfirleitt keypt á Þorláksmessukvöld eða jafnvel á aðfangadag. Ég er alltaf seinn á ferðinni þegar kemur að gjafainn- kaupum. Hvað finnst þér vera ómiss- andi á jólunum? Malt og appelsín, örlítil snjó- koma og einn Jóla Kaldi fyrir svefninn. Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin sem þú hefur fengið? Það hlýtur nú að vera fyrr- nefndur Cheerios jólapakki – en ég hef fengið margar góðar ómyglaðar gjafir líka, svo sem bækur, flíkur og hljóðfæri. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Það er voða fínt að fá einhverja góða bók. Jú, heyrðu, svo vantar mig sokka. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Léttreyktur lambahryggur með brúnuðum kartöflum, soðnum gul- rótum og svo að sjálfsögðu grænum og rauðkáli og síðan brúnu sósunni frá mömmu ef mér tekst að fá uppskriftina frá henni. Svo er það Toblerone-ísinn á eftir. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla að reyna að hafa það sem allra rólegast heima. Vonandi upp í sófa með nýju bókina og í nýju sokkunum sem ég fæ í jólagjöf. Aðalmálið er að hafa það huggulegt heima með fjölskyldunni. Hljómsveitin Valdimar náði loks að halda tíu ára afmælistónleika sveitarinnar. Myndir: Spessi Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is 16 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Óðinsvöllum 11 • 230 Keflavík • Kt. 450986-1949 • VSK.nr. 9109 Banki: Íslandsbanki 0542-26-82 Leikskólinn Völlur 16

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.