Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 78

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 78
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Gleðilegt nýtt bílaár! REYKJANESBÆ Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið 2022 var bara mjög venjulegt ár hjá fjölskyldunni minni. Það sem stendur mest upp úr fyrir mér er að fimm af mínum nánustu vinkonum urðu mæður og með því stækkaði hjartað mitt fimmfallt. Ég flutti líka til Noregs yfir sumarið sem var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ert þú mikið jólabarn? Ég var alltaf mjög mikið jólabarn en núna eftir að amma mín dó, ekki eins mikið. Jólin eru samt yndislegur tími. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Jólatréð á mínu heimili fer oftast upp þremur dögum fyrir aðfangadag. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ég man vel eftir því þegar ég var u.þ.b. fimm ára, þá keypti amma þrjár Barbie dúkkur sem áttu að vera fyrir mig og frænkur mínar. Hún faldi þær uppi í skáp hjá sér en ég fann þær allar og elskaði þær við fyrstu sín og var alltaf að fara inní skáp bara til þess að skoða þær. Amma komst greinilega að því (hún sagði samt ekkert við mig þannig að ég bara hélt áfram að skoða þær). Allavega, þegar svo var komin tími fyrir mig að opna gjöfina frá ömmu þá voru þær allar í pakkanum. En skemmtilegar jólahefðir? Jólahefðin mín er að hámhorfa á allar Harry Potter myndirnar, en þær koma mér alltaf í jólafílinginn. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Ég er alltaf á síðasta snúning að kaupa þessar blessuðu gjafir en þær enda þó alltaf undir trénu. Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Lakkrístopparnir eru ómissandi fyrir mér. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Myndi segja að það væru barbie dúkkurnar sem ég talaði um fyrir ofan. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Nei, myndi ekki segja það en ég er alltaf sátt með skartgripi. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það verður örugglega bara svína- hamborgarhryggurinn, hann klikkar aldrei seint. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég held ég verði bara að vinna og eyða tímanum með vinum mínum og fjölskyldu. Harry Potter kemur mér alltaf í jólafílinginn Það sem stendur upp úr á liðnu ári hjá Ástu Margréti er að fimm nánar vinkonur hennar eignuðust börn og það stækkaði hjarta hennar fimmfalt. Þá flutti hún einnig til Noregs yfir sumartímann. Eins og margir hámhorfir Ásta á Harry Potter myndirnar í kringum hátíðarnar en þær koma henni alltaf í jólafílinginn. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Ásta Margrét Karlsdóttir SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 78 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.