Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 61

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 61
að stýra bátnum. Ef við hefðum staðið þá hefðum við bara dottið útbyrðis því báturinn vaggaði svo mikið. Tengdamamma mín nefndi við mig áður en við fórum út að ef ég yrði einhvern tíman hrædd ætti ég að segja: „Ég ákalla þig, verndarengillinn minn.“ Svo það var það sem ég gerði, ég var þarna allan tímann í bátnum að segja: „Ég ákalla þig, verndarengillinn minn,“ á fullu,“ segir Ingibjörg og gerir hálf- partinn grín af því. „Við komumst svo „heim“ þegar fór að birta til. Þegar við komum í land settum við myndband af þessu á Instagram og við í raun áttuðum okkur ekki á því hversu slæmar aðstæðurnar voru fyrr en við fengum skilaboð frá okkar nánustu,“ segir Jenný. Var erfitt að vera svona mikið saman í allan þennan tíma? „Það voru allir búnir að segja við okkur að við myndum fá ógeð af hverri annarri, að við myndum rífast og það yrði alltaf eitthvað vesen. Við vorum búnar að undirbúa okkur undir það en ég held við höfum lært hversu mikilvæg samskipti eru í svona ferðum. Við þurftum að ræða hlutina ef það kom eitthvað upp og leystum þá um leið. Það var svo gaman að sjá hvað það gekk vel hjá okkur að ræða málin og ef eitthvað er þá styrkti þessi ferð vinasam- bandið okkar. Maður þarf að velja vel þegar maður fer í svona reisu, maður væri til í að fara með öllum vinkonum sínum en það er margt sem þarf að huga að því ágreiningur eða ósætti myndast svo auðveld- lega,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Ferðin ýtti einnig undir ákveðið sjálfstæði hjá okkur, við vorum þarna einar á báti og þurftum að finna út úr hlutunum sjálfar. Það er ekkert elsku mamma í svona aðstæðum. Það var mjög þroskandi.“ Hvað takið þið frá þessu ferðalagi? „Það er það sem er ótrúlega dýr- mætt við þessa ferð okkar, við kynntumst mörgu fólki sem við erum búnar að vera í sambandi við. Það var bæði það dýrmætasta við ferðina og líka það erfiðasta því það var erfitt að kveðja alla sem við kynntumst,“ segir Ingibjörg. „Við kynntumst einum strák, Felix, hann er frá Nýja-Sjálandi og á kærustu í Taílandi. Hann er góður vinur okkar og við værum til í að hitta hann einhvern tíman í Taílandi. Hann var á ferðalagi um Evrópu og Ingi- björg sá að hann væri í Bretlandi og nefndi við hann að hún ætti af- mæli í ágúst,“ segir Salvör og bætir við: „Hann kom til Íslands, gisti hjá mér og var með okkur í afmælinu. Hann ætlaði að fara heim miðviku- daginn fyrir Ljósanótt en ákvað að framlengja til að vera yfir hátíðina. Hann fór á Ljósanæturballið, labbaði Þorbjörn, fór í Bláa lónið og Sky Lagoon, smakkaði pylsu, ferðaðist um allt á Camper, sá norðurljósadýrðina sem var þarna á föstudeginum á Ljósanótt og var svo þakklátur fyrir allt. Hann fór alla morgna í bakaríið fyrir mig og mömmu og fór í Nettó til að kaupa gjöf fyrir mömmu til að þakka fyrir gistinguna. Hann vissi ekki að það væri ekki hægt að kaupa áfengi í búðinni svo hann keypti 0% gin handa henni – en það er hugsunin á bak við það sem gildir.“ „Annars var fullt af hlutum sem maður áttaði sig á, eitt sem ég tók eftir var að fólkið þarna úti er svo hamingjusamt, nægjusamt og þakk- látt fyrir allt. Einn leigubílstjórinn trúði því varla að ég ætti bíl, hann átti sjálfur ekki fyrir því að endur- nýja ökuskírteinið sitt en samt sem áður var hann svo þakklátur og ánægður,“ segir Jenný og Ingibjörg bætir við: „Það opnar svo mikið augu manns fyrir því hvað við á Ís- landi erum í raun heppin.“ Hvað mynduð þið segja við þau sem eru að huga að því að fara í reisu? „Ég myndi mæla með að vera eins mikið á gistiheimilum og hægt er, þá kynnist maður miklu meira af fólki og það er ódýrara en þau geta samt sem áður verið mjög flott,“ segir Salvör og stelpurnar taka undir með henni. „Við sáum líka smá eftir því að vera með allt planað frá a-ö, það hefði verið gott að hafa smá svigrúm til að breyta til og geta tekið ákvarðanir á staðnum og þurfa ekki að vera bundinn við planið,“ segir Ingibjörg. „Ég myndi mæla með að allir sem geta fari í svona ferð, maður lærir svo mikið. Ég lærði svo mikið um sjálfa mig og um vinkonusambandið okkar,“ segir Salvör. „Það er örugglega þroskandi og gott fyrir alla að fara í svona ferðir, maður sér það svo skýrt hvað við höfum það gott hér,“ bætir Jenný við að lokum. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Það er ekkert elsku mamma í svona aðstæðum „Það er það sem er ótrú- lega dýrmætt við þessa ferð okkar, við kynntumst mörgu fólki sem við erum búnar að vera í sambandi við.“ VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.