Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 25
Körfuboltakappinn Ólafur Ólafsson hlakkar til að verja tíma með konnunni sinni og börnum og segist ekki þurfa annað. Verkfæri eru á jólagjafalistanum hans og borvél frá konunni er eftirminnilegasta jólagjöfin sem hann hefur fengið. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Það er ekki hægt að gera mikið á veturna þegar tímabilið stendur yfir – en fjölskyldu- ferðalögin í sumar standa upp úr. Okkur finnst gaman að ferðast en við fórum til Dan- merkur í fjölskyldufrí og fórum svo í nokkrar skemmtilegar útilegur líka. Ert þú mikið jólabarn? Já, ég er jólabarn en ekki október/nóvember jólabarn. Ég kemst í jólaskap/jólagírinn 1.–5. desember, eða þegar jóla- lögin fara hljóma í útvarpinu. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Það fer vanalegast upp um miðjan desember en við ætlum að bíða aðeins með það þar til nær dregur þar sem við eigum einn átján mánaða orkubolta sem heldur að allir kringlóttir hlutir séu boltar. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Fyrstu jólin sem ég man eftir var þegar ég var svona sex, sjö ára þegar ég fékk bíl í jólagjöf – var mikil bílakarl þegar ég var yngri. En skemmtilegar jólahefðir? Á aðfangadag förum við alltaf saman í hádeginu til for- eldra minna í möndlugraut og hittum þar systkini mín og fjölskyldur þeirra. Annars eru aðrar hefðir svona frekar klass- ískar, eins og að skreyta tréð saman, laufabrauðshittingur hjá tengdó og svo höfum við Katrín alltaf tekið frá kvöld til að horfa á The Grinch og það hefur verið svona okkar hefð síðan við byrjuðum saman. Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Konan mín er mesta jólabarn sem sögur fara af þannig hún sér um að kaupa allar gjafir á okkar heimili – ég þarf bara að kaupa eina jólagjöf það er fyrir konuna. Hvað finnst þér vera ómiss- andi á jólunum? Mér finnst mikilvægt að stoppa aðeins og njóta samverunnar með fjöl- skyldunni og njóta þess að sjá börnin mín upplifa jólin og gleðina sem fylgir. Svo verð ég samt að nefna mömmukökurnar hennar mömmu líka. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Þegar ég fékk borvél frá kon- unni var ég mjög ánægður. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Það eru fleiri verkfæri í safnið, ég er mjög seinn að skila hlutum sem ég fæ að láni. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er verður sellerí/ sveppasúpa í forrétt, ham- borgarhryggur í aðalrétt, svo er Toblerone-ís í eftirrétt. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla að njóta þess að verja tíma með konunni minni og börnum, ég þarf eiginlega ekkert meira en það um jólin. Mömmukökurnar eru ómissandi um jólin Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.