Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 29
ég vil meina að ég sé að vinna upp síðasta árið af því ég segi ekki nei við neinu. Ég er svolítið búin að vera að leika mér og það er búið að hjálpa mér mikið,“ segir Sóley. Sóley er útskrifuð frá læknum en segist þurfa fylgjast vel með líkam- anum sínum og vera á varðbergi sjálf fyrir einkennum. „Ég er alveg laus við það að fara til krabbameins- læknisins en ég er með brakkagenið og því þarf ég að fara einu sinni á ári í eftirlit í tengslum við það,“ segir Sóley en hún þarf samt sem áður að taka svokallað andhormónalyf næstu tíu árin. „Ég þarf að taka það til þess að slökkva á hormónunum því mitt krabbamein var horm- ónajákvætt og var því mögulega að nærast á hormónunum ef svo má segja. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að ég fái krabbamein aftur.“ Þá segist hún enn vera að læra að lifa með aukaverkunum lyfjanna. „Til þess að einfalda þetta er ég í raun á breytingaskeiði, ég fæ hitakóf og pirringsköst, er með hæga brennslu og er að ganga í gegnum svona hluti sem fylgja yfirleitt breytinga- skeiðinu. Þetta er eitthvað sem ég er að reyna að læra inn á og er í raun að læra upp á nýtt hver ég er.“ Sóley hefur þurft að breyta ýmsum lifnaðarháttum í kjölfarið og þarf meðal annars að passa upp á að reyna ekki mikið á hægri hendina þar sem eitlar hennar voru fjar- lægðir. „Ég þarf að hugsa mikið um það hvað ég má gera og hvað hentar líkamanum mínum að hverju sinni og því fylgja ákveðnar takmarkanir. Ég má ekki lyfta þungu eða fara í of heitan pott og þarf alltaf að vera með þrýstingsermi þegar ég fer í flug og mun þurfa að nota hana að eilífu. Þannig að það er margt að læra og endurlæra líka. Læknirinn gefur þér lyfin og segir þér fylgikvillana en hann segir þér ekki endilega hvernig sé best að lifa með þeim. Maður verður svolítið að finna út úr því sjálfur og það tekur tíma og er ekki alltaf auðvelt. Það eru alveg ömur- legt inn á milli en svo fer maður úr því hugarfari og hugsar með sér: Ég er hérna, ég er á lífi og ég get tekið þátt í því. Ég get gert allt sem ég vil gera - meira að segja flogið.“ Ævintýri í háloftunum Sóley segist þakklát fyrir að geta flogið en hún fór til Krítar á Grikk- landi í byrjun september og var þar í fimm vikur að safna flugtímum. „Ég leigði mér flugvél hjá flugskólanum Cretan Eagle Aviation. Ég fann skólann á Google en ég var að reyna að finna einhvern skóla í Evrópu sem væri staðsettur þar sem væri gott veðurfar og er með svipaðar vélar og ég er vön að fljúga. Mig langaði að safna flugtímum og náði að fljúga í fimmtíu tíma. Ég er búin með allt námið og þarf í raun ekki að bæta við mig tímum en mig langaði að vinna upp síðastliðið ár og fá aðeins fleiri tíma til að troða mér framar í röðina því það er löng röð í flugmanns- starfið,“ segir Sóley. Hún segir tíma hennar í Grikk- landi hafa verið ævintýri líkast. „Ég keypti mér bara „one way ticket“, ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara og vissi ekkert hvort þessi skóli væri viðurkenndur eða hvort það væri verið að svindla á mér. En ég hugsaði bara með mér að ef þetta yrði ömurlegt myndi ég bara koma fyrr heim. Þetta gekk allt svo ótrú- lega vel, ég náði að fljúga mikið og leið vel. Ég var að leigja AirBnB íbúð, ég vissi að dagarnir mínir væru að fara að snúast dálítið um að fljúga og vildi þá vera á stað sem væri ná- lægt veitingastöðum og var því með íbúð miðsvæðis þannig það var stutt í allt. Ég hélt þetta yrði smá svona Spánarfílingur yfir þessu en þetta var allt öðruvísi, það töluðu allir ótrúlega góða ensku og það var allt mjög hreint og fínt. Ég mun klárlega fara þangað aftur, hvort sem að það verður í frí eða að fljúga, ég heillaðist allavega af Grikklandi.“ Sóley fékk skemmtilega heim- sókn frá Telmu, vinkonu sinni, en hún er líka flugmaður og starfar hjá flugfélaginu Air Atlanta. „Uppruna- lega planið var að ég ætlaði að vera ein á Krít. Telma býr svolítið mikið í ferðatöskunni sinni því hún er að vinna um allan heim. Hún sagði við mig í djóki, rétt áður en ég fór út, að hún myndi koma til Grikklands til mín í fríinu sínu. Ég hvatti hana til að koma og svo varð úr því! Hún var hjá mér í tvær vikur, það var ótrú- lega skemmtilegt og þar sem hún er líka vanur flugmaður var mjög þægilegt að hafa hana alltaf um borð með mér og svo sakar ekki um að vera með myndatökumann með sér,“ segir Sóley hlæjandi og bætir við: „Það getur verið smá einmana- legt að vera alein í lengri flugum svo það var notalegt að hafa hana með og geta spjallað á leiðinni.“ Draumur varð að veruleika Þrátt fyrir þetta stóra verkefni sem Sóley hefur þurft að takast á við hefur hún aldrei gefið upp drauminn að vinna sem atvinnuflugmaður. Stuttu eftir samtal blaðamanns við Sóley varð draumurinn hennar að veruleika þar sem hún fékk vinnu sem flugmaður hjá Air Atlanta. „Ég frétti að Atlanta væri að leita af fleiri flugmönnum en voru ekki búnir að auglýsa sérstaklega eftir þeim. Ég Ég þarf að hugsa mikið um það hvað ég má gera og hvað hentar líkamanum mínum að hverju sinni og því fylgja ákveðnar tak- markanir. Ég má ekki lyfta þungu eða fara í of heitan pott og þarf alltaf að vera með þrýstingsermi þegar ég fer í flug og mun þurfa að nota hana að eilífu. Þannig að það er margt að læra og endurlæra líka. „Ég er ekki sama stelpa og fyrir tveimur árum“ Framhald á næstu síðu. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 29 Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! AÐALSKOÐUN Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI VÖKVATENGI 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.