Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 73

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 73
Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ / vss.is / vs@vss.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Yfir hátíðirnar verður opið sem hér segir: Föstudagur 23. des.: 9–16.30 Laugardagur 24. des.: Lokað Mánudagur 26. des.: Lokað Laugardagur 31. des.: Lokað Mánudagur 2. jan.: Lokað vegna vörutalningar Venjulegur opnunartími aðra daga Starfsfólk Dýralæknastofu Suðurnesja óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Nýárstónleikar Gala 2023 með úkraínskum blæ Nýárstónleikar Gala í Reykjanesbæ fagna fimm ára afmæli í ár en að þessu sinni verða tónleikarnir með úkraínskum blæ ásamt þekktum klassískum frægum söngperlum og dúettum eftir Franz Lehar, Guiseppe Verdi, Sig- valda Kaldalóns, Mykola Lisenko og Igor Shamo. Þetta er hátíðardagskrá með fjölbreyttum lögum úr þekktum óperum, söngleikjum, dægurlögum og fleiru. Tónleikarnir verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 1. janúar og hefjast kl. 20. Flytjendur: Alexandra Chernyshova - sópran Rúnar Þór Guðmundsson - tenór Helgi Hannesson - píanóleikari Yana Prikhodko - sellóleikari, gestur frá Úkraínu Stúlknakórinn Draumaraddir. Miðasala er á tix.is en einnig við dyrnar. Nú hef ég setið á Alþingi Íslendinga í rúmt ár. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að áður fyrr þótti mér sá vinnustaður ekki sérlega áhuga- verður þegar á hann var horft úr fjarlægð á sjónvarpsskjánum. Þing- mennsku sá ég fyrir mér sem heldur þrasgjarnt starf með takmörkuðum árangri. Vissulega má með sanni segja að Alþingi sé stærsta málstofa Íslands. Þar er oft talað frá morgni til kvölds og í hreinskilni hefur maður mis- mikinn áhuga á umræðuefnunum, eðli máls samkvæmt. Vinnustað- urinn gerir hins vegar þá kröfu til okkar sem þar sitjum að við tökum afstöðu til mála hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég er oft spurð hvernig mér líki nýja vinnan mín og svara því af hreinskilni að mér líki hún vel. Margt er eins og ég hafði gert mér í hugar- lund en annað kom mér á óvart, til að mynda hve góður vinnustaður Al- þingi er í raun og veru. Starfsfólkið er einstakt, umgjörðin öll sömuleiðis og utanumhaldið til fyrirmyndar. Þingmenn takast vissulega á og það hvessir í salnum. Við deilum, jafnvel harkalega, og það er einmitt sú mynd af Alþingi sem margir hafa – eðlilega. Bakhlið þeirrar myndar er einfaldlega sú að orðræða fyrir opnum tjöldum er hinn sýnilegi hluti starfsins. Í ræðustólnum, framan við kastljós upptökuvélanna, erum við að sinna starfsskyldum að hluta. Við sitjum á Alþingi sem fulltrúar mismunandi stjórnmálaflokka og sjónarmiða og það hlýtur að birtast út á við. En um leið lítum við á okkur sem vinnufélaga, kynnumst sem slíkir, verðum kunningjar og vinir og störfum saman af vinsemd og virðingu líkt og gerist og gengur á vinnustöðum yfirleitt. Stundum finnst mér hins vegar skorta nauðsynlega virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum víða annars staðar í samfélaginu. Margir gerðu sér vonir um að samfélags- miðlar yrðu vettvangur heilbrigðs samtals þar sem heill akur skoðana gæti blómstrað í sátt og friði. Sú varð ekki raunin. Fjöldi fólks hættir sér ekki einu sinni út í að tjá sig þarna til að fá ekki yfir sig flaum af rætnum athugasemdum eða jafnvel hreinum fúkyrðum. Þetta er samfélagslegt vandamál og alvarlegt sem slíkt. Við eigum að virða skoðanir hvers annars, ræða málin hispurslaust og vera reiðubúin að tala okkur að niðurstöðu. Breytt hugarfar í þessa veru er fróm ósk í anda jólanna! Nú er aðventan gengin í garð með öllum sínum asa, innkaupum, ljósa- dýrð og samveru. Ég segi samveru því fyrir mér er mikilvægara en flest annað að rækta kærleika og vináttu með sínum nánustu um hátíðarnar. Fátt er dýrmætara en samverustund með fjölskyldu eða í góðra vina hópi. Það er gjöf sem við gefum sjálfum okkur og öðrum og kostar ekkert. Maður er og verður manns gaman. Hlúum hvert að öðru, sýnum náunganum kærleika nú sem fyrr. Látum gott af okkur leiða í þágu þeirra sem minna mega sín en drögum frekar sjálf úr innkaupum á því sem má vel missa sín þegar að er gáð. Síðast en ekki síst, sinnum börn- unum okkar eins og þau eiga skilið. Andlegri heilsu barna hrakar, það sýna endurteknar kannanir, því miður. Verðmætasta gjöfin fyrir börnin er að veita þeim tíma og verðskuldaða athygli, styrkja þau og styðja. Ég þakka Reyknesingum öllum fyrir ánægjulega samveru á árinu sem er að líða og hlakka til að eiga góðar stundir með ykkur á nýju ári. Gleðilega hátíð! Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Suðurkjördæmis. Samvera er lykilorð aðventu og jóla Störf hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Stapaskóli - Frístundaheimilið Stapaskjól Stapaskóli - Kennari á miðstig Háaleitisskóli - Kennari í nýsköpun og upplýsinga- og tæknimennt Velferðarsvið - Deildarstjóri í heima- og stuðningsþjónustu Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.