Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 37
Skafmiðaleikur Víkurfrétta 2022 Jólalukka Munið að skila miðum með engum vinningi í Nettó Framtíðin er rafmögnuð! 100% rafknúinn strætó, upphafið að rafmagnaðri og grænni framtíð Bus4u Our future is electrifying! A 100% elecric bus is now a part of the Bus4u fleet. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Seasons greetings and a happy new year Bus4u Iceland ehf. I info@bus4u.is I www.bus4u.is @bus4uiceland #bus4u_iceland Axel Friðriksson fagnaði 100 ára afmæli sínu í síðustu viku með kaffisamsæti á Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Axel býr í þjónustuíbúð á Nesvöllum og er hinn sprækasti en hann hefur verið virkur í húsbíla- samfélaginu. Þegar Axel flutti til Suðurnesja árið 1948 hóf hann störf hjá Karvel Ögmundssyni og starfaði þar í tíu ár. Þaðan fór hann til starfa í frystihúsi í Innri-Njarðvík í átta ár. Starfsferilinn endaði Axel svo hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem hann starfaði í 26 ár. Áður en Axel flutti suður með sjó bjó hann norður í landi og starfaði m.a. við vegagerð og einnig hjá síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Ástæða þess að Axel flutti til Suðurnesja var atvinnuleysi og því var bara að fara á vertíð. Að hans sögn komu vélar mikið við sögu á starfsævinni. Axel segist hafa upplifað miklar breytingar á þessum 100 árum sem hann hefur lifað og hann fylgst með uppganginum á Suðurnesjum. Axel er kunnur í húsbílasamfélaginu á Íslandi, enda einn af stofnendum Húsbílafélagsins sem verður 40 ára á næsta ári. Áður en hann fór að stunda húsbílaferðir þá var Axel duglegur að ferðast um landið á jeppum sem hann átti. Hann fór um allt land og ferðaðist einn, þar sem hann er bæði ógiftur og barnlaus. Hann átti m.a. fjóra fram- byggða Rússa jeppa um ævina sem voru mikið notaðir í hálendisferðir. Hann byrjaði m.a. í Húsbílafélaginu á Rússa jeppa. Axel lagði húsbílnum fyrir ári síðan. Ástæðan var ástand bílsins, sem að að eigin sögn var mun verra er bílstjórans. Húsbíllinn var orðinn ryðgaður, enda alltaf geymdur úti. Axel bjóst ekki við því að fá skoðun á bílinn í vor. Axel segir það gera mikið fyrir sig að fara í húsbílaferðir. Félags- skapurinn sé góður og á fyrstu árum Húsbílafélagsins hafi verið bílar sem auðvelt var að fara með inn á hálendið. Í dag séu bílarnir annars konar. Það sé flottara að ferðast í þeim og allt rúmbetra en áður. Axel segist hafa farið allar skipulagðar ferðir Húsbílafélagsins og einnig margar ferðir á eigin vegum, hvort sem það var í Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabaksleið eða upp á hálendið. Hann hafi m.a. farið ein- samall á Gæsavatnaleið. Axel segir náttúru landsins fallega. Þegar hann er spurður hvort einn staður sé uppáhalds, þá segir hann þá marga. Þórsmörk og Landmannalaugar komi þó upp í hugann. Aðspurður hvort hann sé alveg hættur ferðalögum, orðinn 100 ára gamall, segist Axel vera spenntur fyrir því að verða sér út um lítinn bíl næsta sumar ef heilsan leyfir. Nánar er rætt við Axel í Suður- nesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 19:30 og sýnt frá móttöku afmælisbarninu til heiðurs. Er 100 ára og langar að eignast lítinn ferðabíl næsta sumar Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.