Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 41

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 41
Anda inn og anda út Gunnhildur hitti ljósmóðir á fæð- ingardeildinni sem mældi útvíkk- unina hjá henni. „Þú ert bara komin í þrjá í útvíkkun, það er langt í land,“ sagði ljósmóðirin eftir mælinguna. „Ég átti í raun erfitt með að labba út um dyrnar hjá ljósmóðurinni vegna hríða og hún sagðist sjá hversu verkjuð ég væri og mælti með því að ég myndi taka því rólega, fara heim í bað og koma aftur um hádegi.“ Þau Gunnhildur og Gylfi voru ekki með bað heima hjá sér á þessum tíma svo það kom sér vel að for- eldrar Gunnhildar voru í útilegu og heima hjá þeim var baðkar. Þangað var förinni heitið, á æskuheimili Gunnhildar á Freyjuvöllum. „Ég lét renna í baðið og kom mér fyrir í því en fannst það frekar óþægilegt svo ég sat mestallan tímann í hæg- indastólnum hans pabba, á hand- klæðinu einu, að anda mig í gegnum verkina – anda inn og anda út. Ég er mjög þrautseig og var staðráðin í að þrauka til hádegis en þetta var rosalegt, ég var svo verkjuð en ég hélt áfram að anda mig í gegnum verkina. Þegar mér leið virkilega illa reyndi ég að rölta upp í rúm og svo aftur til baka í hægindastólinn og svona gekk þetta áfram þar til ég labbaði inn á baðherbergið. Þá var klukkan að verða ellefu og enn var klukkutími í að við áttum að mæta niður á fæðingardeild. Skyndilega leið mér mjög illa og fann að eitt- hvað væri að gerast og sagði við Gylfa að við yrðum að fara niður á sjúkrahús á stundinni. Hann byrjaði þá að taka til eftir okkur og ég sagði bara; nei, NÚNA!“ „Viltu segja henni að barnið sé að koma!“ Gylfi hjálpaði Gunnhildi að klæða sig í föt og fara út í bíl en hún gat einfaldlega ekki sest í bílinn. „Ég hreinlega náði því ekki, það var eitt- hvað að gerast. Ég sagði þá við Gylfa að hann yrði að hringja á sjúkrabíl, barnið væri að koma. Hann opnaði hurðina að húsinu aftur og næsta sem ég man er að hann hringdi á neyðarlínuna og ég fór rétt inn um dyrnar og stóð þar með kross- lagða fætur til að koma í veg fyrir að barnið myndi koma þá og þegar. Hann var við hliðina á mér í sím- anum og setti á „speaker“, konan hjá neyðarlínunni var svo róleg og byrjaði að spyrja spurninga eins og hvað ég væri langt gengin og ég var þarna öskrandi: „Viltu segja henni að barnið sé að koma!“ Í sömu andrá fann ég að það væri ómögulegt fyrir mig að reyna að klemma saman fæt- urna. Þá missti ég vatnið, tók niður buxurnar og fór niður á fjórar fætur í forstofunni, með buxurnar á hæl- unum.“ Gunnhildur var ekki deyfð eða á neinu verkjastillandi og lýsir hún því hvernig öndunaræfingarnar hjálpuðu henni í átökunum. „Gylfi var allan tímann í símanum á meðan ég var að eiga barnið. Pabbinn tók aleinn á móti barninu með neyðar- línuna á öxlinni og sagði mér að þetta væri stelpa en við vissum það ekki fyrirfram. Þetta var ótrúlegt augnablik, bara við þrjú. Ég man ekki eftir að hafa upplifað einhverja hræðslu, ég treysti Gylfa ótrúlega vel. Hann var rólegur, ekkert stress- aður og mikið að hvetja mig áfram,“ segir Gunnhildur. Fjórar mínútur, svo stuttur var tíminn sem leið frá því að Gylfi reif upp tólið þar til stúlkan kom í heiminn. „Hann var nýbúinn að taka hana í hendurnar þegar að hurðin opnaðist og inn komu fjórir sjúkraflutningamenn, tvær löggur og ljósmóðir. Þau voru mjög hissa að barnið væri fætt og athuguðu hvort allt væri ekki alveg örugglega eins og það ætti að vera.“ Eftir þessa hröðu atburðarás var ferðinni svo heitið á fæðingar- deildina með sjúkraflutningamönn- unum þar sem fjölskyldan fékk góða umönnun. Fyrsta verkefnið eftir fæðinguna var þó að segja fjölskyldumeðlimum frá krafta- verkinu. „Það var frekar fyndið að við hugsuðum strax að við yrðum að láta foreldra mína vita sem fyrst því það er mjög góð nágrannavarsla á Freyjuvöllunum og fólk er frekar náið þar. Það komu náttúrlega tveir sjúkrabílar og löggubíll á staðinn. Við hugsuðum að við yrðum að láta vita svo það færu ekki einhverjar sögusagnir af stað.“ Skrifað í skýin Eftir að þau höfðu sagt foreldrum Gunnhildar alla sólarsöguna spyrja þau hvort það liggi þá ekki beinast við að stúlkan myndi heita Freyja. Það sama gerðist þegar þau töluðu við fólkið hans Gylfa, þau spurðu hvort hún ætti ekki að heita Freyja. „Við vorum búin að ákveða allt annað nafn fyrir hana, það er nafn sem við ákváðum fyrir fyrra barnið okkar þegar við héldum að það yrði stelpa. Þegar það kom svo í ljós að Pabbinn tók á móti barninu í forstofunni með neyðarlínuna á öxlinni Lítil Freyja fæddist á Freyjuvöllum Í sömu andrá fann ég að það væri ómögulegt fyrir mig að reyna að klemma saman fæturna. Þá missti ég vatnið, tók niður buxurnar og fór niður á fjórar fætur í forstofunni, með buxurnar á hælunum ... Gunnhildur og Gylfi ásamt syni sínum, Gunnari Elís. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.