Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 60
Þær Salvör Björk Pétursdóttir, Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Jenný Elísabet Ingvarsdóttir héldu í Asíureisu í júní en ferðalagið var um það bil tíu vikur. Alls komu þær við í sex löndum, Danmörku, Maldíveyjum, Singapore, Indonesíu, Taílandi og Malasíu. Þær segja ferðina hafa verið algjört ævin- týri en þær fóru meðal annars í teygjustökk, syntu með hákörlum, eyddu degi með fílum og lentu í háskalegum aðstæðum úti á sjó. Hvað varð til þess að þið ákváðuð að fara í Asíureisu? „Ég og Jenný vorum ákveðnar í að fara en vorum ekkert búnar að plana sérstaklega með hverjum. Stelpunum úr vinkonuhópnum langaði mjög mikið með okkur en það var engin einhvern veginn til í að stökkva á það,“ segir Ingibjörg og Jenný tekur undir með henni: „Við tvær vorum staðráðnar í því að fara, við vorum komnar með „docs“-skjal árið 2020 til að plana ferðina.“ Þær Ingibjörg og Jenný spurðu vinkonur sínar hvort þær vildu koma með þeim í reisuna og upp- haflega ætlaði Salvör ekki með. „Ég var á Reykjanesbrautinni á leiðinni í skólann og var að hugsa um þetta allt og ákvað að hringja í mömmu. Ég sagði henni frá þessari reisu hjá stelpunum og það fyrsta sem hún sagði var: „Af hverju ferðu ekki með?“ Þegar maður heyrir mömmu sína hvetja sig í svona í stað þess að kaupa íbúð eða eitthvað þá getur maður ekki annað en látið vaða. Þar með var það ákveðið, ég sendi á stelpurnar á meðan ég var að tala við mömmu í símann,“ segir Salvör og hlær. „Hugarfarið okkar var svo- lítið: „Ef ekki núna, hvenær þá?“ Við hefðum séð eftir því hefðum við ekki farið,“ segir Ingibjörg. Hvað stóð upp úr í ferðinni? „Við myndum allar segja Balí. Það var svo ótrúlega mikið að gera og skoða þar og mismunandi menning eftir stöðum, þó þetta sé lítil eyja,“ segir Jenný og stelpurnar taka undir með henni. „Við fórum á köf- unarnámskeið á Balí, það stóð upp úr. Það var vikunámskeið á lítilli eyju sem var örugglega á stærð við Hrísey. Það var bara ein gata með kaffihúsi, veitingastöðum og enda- laust af svona köfunarmiðstöðvum. Svo fórum við í teygjustökk í Singa- pore, það var eiginlega skyndi- ákvörðun og var með því klikkað- asta sem við gerðum, við vorum nýbúnar í skoðunarferð og Jenný fór að skoða teygjustökk og sá að það væri laust eftir tvo tíma og Salvör var ekki til því hún sagði að það eina sem mamma hennar bað hana ekki um að gera væri að fara í eitthvað svona,“ segir Ingibjörg hlæjandi. „Það var líka ákveðin upplifun að fara í „Full Moon Party“ í Taílandi en einu sinni í mánuði, þegar það er fullt tungl, er haldið svona partý á þessari eyju þar sem allir koma saman á strandlengjunni og eru með neonmálningu á sér. Það var magnað að sjá þegar leið á kvöldið að fólk var að sofa á ströndinni,“ segir Jenný. Stelpurnar segja margt hafa komið á óvart í ferðinni og þær hafi fengið menningarsjokk nokkrum sinnum. „Það kom okkur á óvart hvernig Maldíveyjar voru, þegar maður hugsar um Maldíveyjar þá hugsar maður yfirleitt um tært vatn, „Bungaloos“ og eitthvað slíkt. Við byrjuðum dvölina okkar þar í svaka lúxus á eyju en fórum svo í eyjahopp þar sem við fórum að skoða „local“ eyjur á Maldíveyjum og það var allt öðruvísi stemmning heldur en maður ímyndar sér þegar maður hugsar um þennan stað. Það þurfti að hylja líkamann rosa- lega mikið, ekkert áfengi selt þar og mjög mikil fátækt,“ segir Ingibjörg. „Annað sjokkið sem við fengum var í Taílandi þegar við sáum hús, ef svo má kalla, við hótelið okkar sem var ekki með veggjum og gólfið var sandur. Þar sat fjölskylda að horfa á sjónvarpið og lifa sínu lífi. Þetta var rosalega skrítið því við vorum á þvílíkt flottu „resorti“ og svo var fólk að lifa svona nokkrum metrum frá,“ segir Jenný. Lentuð þið í einhverju eftirminni- legu, einhverju háskalegu kannski? „Einn daginn fórum við á bát til að skoða höfrunga. Þeir eru svo fyndnir þarna úti, við spurðumst fyrir á hótelinu hvort það væri ein- hver með ferðir til að sjá höfrunga og starfsmennirnir svöruðu, án þess að hika: „Já, við gerum það.“ Þeir voru samt ekkert að bjóða upp á þannig ferðir en þeir vissu hvar höfrungarnir væru og voru með bát svo við fórum með þeim. Það er kannski rétt að taka fram að við vorum eiginlega einar á hótelinu svo við vorum orðnar mjög góðar vinkonur þeirra sem voru að vinna þar. Við fórum með þeim í báts- ferð, einn var með hátalara og við settum á íslenska tónlist og það var mjög skemmtilegt á leiðinni að sjá höfrungana. Svo allt í einu sáum við dökkt ský í fjarska sem var að nálgast okkur, það var einhver stormur í vændum,“ segir Salvör og Ingibjörg bætir við: „Sá sem var að stýra bátnum spurði okkur hvort við vildum hætta að skoða höfrungana og fara aftur í land eða halda áfram. Við héldum að þetta væri ekkert mikið meira en bara smá rigning, svo var þetta ein mesta rigning sem við höfum á ævi okkar séð, það var eins og hellt væri úr fötu. Við vorum þarna úti á þessum litla bát og það sást ekkert í kring, þannig það þurfti að stöðva bátinn. Við vorum búnar að vera þarna í smá tíma úti á sjónum í þessari rigningu og miklu roki. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn hrædd. Við sátum öll á gólfinu nema sá sem var Það er ekkert elsku mamma í svona aðstæðum Ævintýraleg ferð um Asíu 60 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.