Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 70

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 70
Flestir, hugsanlega allir, sjá jólaað- ventuna fyrir sér sem tíma til að njóta og drekka í sig jólaandann í aðdraganda hinnar heilögu hátíðar en sumir hafa einfaldlega ekki tæki- færi til þess sökum annríkis – við að gera öðrum kleift að gera sig fín(a) fyrir jólin, það á t.d. við um hár- snyrtinn Önnu Maríu Reynisdóttur. Anna klippir og greiðir á hár- snyrtistofunni Hárstofan í Grindavík en hún man aðventuna ekki öðruvísi en sveitt með skærin í hönd, nánast til kl. 18 á aðfangadegi. „Ég reyni að hafa sem reglu að vera búin með þann jólaundir- búning sem snýr að mér 1. desember en minn jólaundirbúningur snýr aðallega að því að kaupa jólagjafir. Ég hef einfaldlega ekki tíma til að standa í stórum þrifum og baka endalausar smákökutegundir en ég er heppin að því leytinu til að Gaui, maðurinn minn, er meira heima við í desember og mamma er mjög góður bakari. Ég nýt því jólaaðventunnar á annan máta og kvarta ekkert, það er mjög gaman að taka þátt í að gera fólk ánægt með sig áður en jólahátíðin ber upp. Við spilum jóla- lögin, bjóðum upp á piparkökur svo ég nýt aðventunnar líka. Tímarnir eru breyttir, nú vill fólk gera sig fínt fyrr en áður því það er svo margt í boði á aðventunni, jólatónleikar o.fl. svo húsmóðirin vill frekar vera fín á þeim tíma frekar en bara sveitt í eld- húsinu á aðfangadegi,“ segir Anna. Er búin með jólaundirbúninginn 1. desember Öðruvísi jól sumra sökum annríkis Algirdas Kazulis og Jurgita Kazuliene eru frá Litháen en fluttu til Íslands árið 2005 og búa í dag í innri Njarðvík. Dóttir þeirra, Biata Jokubauskaite var þá þriggja ára og sonurinn Denas Kazulis fæddist árið 2008. Þau hafa haldið í sínar jólahefðir en þær eru nokkuð frábrugðar þeim íslensku, aðallega vegna trúarinnar en hinn almenni Lithái er kaþólskur á meðan kristin trú ríkir á Íslandi. Jurgita fór yfir helsta muninn: „Helsti munurinn er að við borðum ekki kjöt á aðfangadegi en okkar trú er þannig að á miðnætti á aðfangadag, þ.e. milli 24. og 25. desember, þá séu dýrin að tala sín á milli og þakka fyrir sig. Við mannfólkið megum alls ekki fara út og reyna hlusta á dýrin tala, annars verður okkur refsað. Þess vegna borðum við ekkert kjöt á aðfanga- dagskvöldi og við borðum alltaf tólf rétti, einn fyrir hvern mánuð ársins. Fiskur er því mjög algengur matur hjá okkur á aðfangadagskvöldi og önnur hefð í Litháen er að skilja matinn eftir á borðum, svo látnir ástvinir geti komið og borðað líka eftir að allir aðrir eru farnir að sofa. Svo er vaknað á jóladegi og gjafirnar opnaðar. Alli eins og hann er kallaður, fór líka yfir hvað skilur íslensku jólin frá þeim litháensku: „Í Litháen er bara einn jólasveinn, hann kemur á jóladagsnóttu og setur jólagjafirnar undir jólatréð. Denas, sonur okkar, fæddist hér og því var kannski pínulítið skrýtið fyrir hann að hitta krakkana í skólanum sem voru alltaf að tala um nýjan og nýjan jólasvein sem setti gjöf í skóinn svo við urðum að aðlaga okkar jólahefðir að hluta að þeim íslensku. Í Litháen er lítið sem ekkert skreytt utandyra en við höfum tekið upp þá skemmtilegu íslensku hefð, jólaljósin lýsa upp skammdegið í desember. Það sem mér finnst best við íslensku jólin er hvað það er miklu minna stress hér. Í Litháen eru allir á fullu fyrir jólin, mikil umferð og mikið stress en hér á Íslandi er ekkert stress, okkur finnst það æðislegt.“ JÓLIN Í ÚTLÖNDUM OG Á ÍSLANDI Algirdas Kazulis og Jurgita Kazuliene eru frá Litháen en fluttu til Íslands árið 2005 og búa í dag í Innri-Njarðvík. Ekkert kjöt á aðfanga- dagskvöldi í Litháen Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða •  Fitjabraut 30 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að lí • Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •  Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen. Þjónusta í boði hjá Bílnet Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Anna María man aðventuna ekki öðruvísi en sveitt með skærin í hönd. 70 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.