Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 70

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 70
Flestir, hugsanlega allir, sjá jólaað- ventuna fyrir sér sem tíma til að njóta og drekka í sig jólaandann í aðdraganda hinnar heilögu hátíðar en sumir hafa einfaldlega ekki tæki- færi til þess sökum annríkis – við að gera öðrum kleift að gera sig fín(a) fyrir jólin, það á t.d. við um hár- snyrtinn Önnu Maríu Reynisdóttur. Anna klippir og greiðir á hár- snyrtistofunni Hárstofan í Grindavík en hún man aðventuna ekki öðruvísi en sveitt með skærin í hönd, nánast til kl. 18 á aðfangadegi. „Ég reyni að hafa sem reglu að vera búin með þann jólaundir- búning sem snýr að mér 1. desember en minn jólaundirbúningur snýr aðallega að því að kaupa jólagjafir. Ég hef einfaldlega ekki tíma til að standa í stórum þrifum og baka endalausar smákökutegundir en ég er heppin að því leytinu til að Gaui, maðurinn minn, er meira heima við í desember og mamma er mjög góður bakari. Ég nýt því jólaaðventunnar á annan máta og kvarta ekkert, það er mjög gaman að taka þátt í að gera fólk ánægt með sig áður en jólahátíðin ber upp. Við spilum jóla- lögin, bjóðum upp á piparkökur svo ég nýt aðventunnar líka. Tímarnir eru breyttir, nú vill fólk gera sig fínt fyrr en áður því það er svo margt í boði á aðventunni, jólatónleikar o.fl. svo húsmóðirin vill frekar vera fín á þeim tíma frekar en bara sveitt í eld- húsinu á aðfangadegi,“ segir Anna. Er búin með jólaundirbúninginn 1. desember Öðruvísi jól sumra sökum annríkis Algirdas Kazulis og Jurgita Kazuliene eru frá Litháen en fluttu til Íslands árið 2005 og búa í dag í innri Njarðvík. Dóttir þeirra, Biata Jokubauskaite var þá þriggja ára og sonurinn Denas Kazulis fæddist árið 2008. Þau hafa haldið í sínar jólahefðir en þær eru nokkuð frábrugðar þeim íslensku, aðallega vegna trúarinnar en hinn almenni Lithái er kaþólskur á meðan kristin trú ríkir á Íslandi. Jurgita fór yfir helsta muninn: „Helsti munurinn er að við borðum ekki kjöt á aðfangadegi en okkar trú er þannig að á miðnætti á aðfangadag, þ.e. milli 24. og 25. desember, þá séu dýrin að tala sín á milli og þakka fyrir sig. Við mannfólkið megum alls ekki fara út og reyna hlusta á dýrin tala, annars verður okkur refsað. Þess vegna borðum við ekkert kjöt á aðfanga- dagskvöldi og við borðum alltaf tólf rétti, einn fyrir hvern mánuð ársins. Fiskur er því mjög algengur matur hjá okkur á aðfangadagskvöldi og önnur hefð í Litháen er að skilja matinn eftir á borðum, svo látnir ástvinir geti komið og borðað líka eftir að allir aðrir eru farnir að sofa. Svo er vaknað á jóladegi og gjafirnar opnaðar. Alli eins og hann er kallaður, fór líka yfir hvað skilur íslensku jólin frá þeim litháensku: „Í Litháen er bara einn jólasveinn, hann kemur á jóladagsnóttu og setur jólagjafirnar undir jólatréð. Denas, sonur okkar, fæddist hér og því var kannski pínulítið skrýtið fyrir hann að hitta krakkana í skólanum sem voru alltaf að tala um nýjan og nýjan jólasvein sem setti gjöf í skóinn svo við urðum að aðlaga okkar jólahefðir að hluta að þeim íslensku. Í Litháen er lítið sem ekkert skreytt utandyra en við höfum tekið upp þá skemmtilegu íslensku hefð, jólaljósin lýsa upp skammdegið í desember. Það sem mér finnst best við íslensku jólin er hvað það er miklu minna stress hér. Í Litháen eru allir á fullu fyrir jólin, mikil umferð og mikið stress en hér á Íslandi er ekkert stress, okkur finnst það æðislegt.“ JÓLIN Í ÚTLÖNDUM OG Á ÍSLANDI Algirdas Kazulis og Jurgita Kazuliene eru frá Litháen en fluttu til Íslands árið 2005 og búa í dag í Innri-Njarðvík. Ekkert kjöt á aðfanga- dagskvöldi í Litháen Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða •  Fitjabraut 30 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að lí • Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •  Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen. Þjónusta í boði hjá Bílnet Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Anna María man aðventuna ekki öðruvísi en sveitt með skærin í hönd. 70 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.