Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 78

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 78
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Gleðilegt nýtt bílaár! REYKJANESBÆ Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið 2022 var bara mjög venjulegt ár hjá fjölskyldunni minni. Það sem stendur mest upp úr fyrir mér er að fimm af mínum nánustu vinkonum urðu mæður og með því stækkaði hjartað mitt fimmfallt. Ég flutti líka til Noregs yfir sumarið sem var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ert þú mikið jólabarn? Ég var alltaf mjög mikið jólabarn en núna eftir að amma mín dó, ekki eins mikið. Jólin eru samt yndislegur tími. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Jólatréð á mínu heimili fer oftast upp þremur dögum fyrir aðfangadag. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ég man vel eftir því þegar ég var u.þ.b. fimm ára, þá keypti amma þrjár Barbie dúkkur sem áttu að vera fyrir mig og frænkur mínar. Hún faldi þær uppi í skáp hjá sér en ég fann þær allar og elskaði þær við fyrstu sín og var alltaf að fara inní skáp bara til þess að skoða þær. Amma komst greinilega að því (hún sagði samt ekkert við mig þannig að ég bara hélt áfram að skoða þær). Allavega, þegar svo var komin tími fyrir mig að opna gjöfina frá ömmu þá voru þær allar í pakkanum. En skemmtilegar jólahefðir? Jólahefðin mín er að hámhorfa á allar Harry Potter myndirnar, en þær koma mér alltaf í jólafílinginn. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Ég er alltaf á síðasta snúning að kaupa þessar blessuðu gjafir en þær enda þó alltaf undir trénu. Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Lakkrístopparnir eru ómissandi fyrir mér. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Myndi segja að það væru barbie dúkkurnar sem ég talaði um fyrir ofan. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Nei, myndi ekki segja það en ég er alltaf sátt með skartgripi. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það verður örugglega bara svína- hamborgarhryggurinn, hann klikkar aldrei seint. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég held ég verði bara að vinna og eyða tímanum með vinum mínum og fjölskyldu. Harry Potter kemur mér alltaf í jólafílinginn Það sem stendur upp úr á liðnu ári hjá Ástu Margréti er að fimm nánar vinkonur hennar eignuðust börn og það stækkaði hjarta hennar fimmfalt. Þá flutti hún einnig til Noregs yfir sumartímann. Eins og margir hámhorfir Ásta á Harry Potter myndirnar í kringum hátíðarnar en þær koma henni alltaf í jólafílinginn. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Ásta Margrét Karlsdóttir SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 78 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.