Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 8

Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 8
OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða! Bókakonfekt og Jóla-kósý Bókakonfekt var haldið þann 1. desember í Bókasafni Reykjanesbæjar. Rithöfund- arnir Úlfar Þormóðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Jóhann Helgason lásu þá upp úr nýút- komnum bókum sínum við góðar undirtektir gesta og einnig mættu nemendur Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og fluttu tónlistaratriði með jólaívafi. Dagskráin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Við sama tækifæri opnaði sýningin Jóla-kósý í Átthagastofu bókasafnsins en sýningin verður opin allan desembermánuð. Þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi. Sýningin er opin á opnunar- tíma safnsins. Jóhann Helgason, Úlfar Þormóðsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Sýningin Jóla-kósý verður opin allan desember á opnunartíma bókasafnsins. Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í jólaskreyt- ingar utandyra. Það er líka einstak- lega gaman að taka rúnt um bæinn og skoða þessar fallegu skreytingar. Þar sem bærinn okkar stækkar stöðugt geta glæsilegar jólaskreyt- ingarnar leynst víða og því finnst okkur tilvalið að smella í laufléttan jólaleik þar sem íbúar geta komið með tillögur að jólahúsi Reykjanes- bæjar. Húsasmiðjan ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þeirra húsa sem verða hlutskörpust í leiknum. Ferlið er sáraeinfalt. Ef þú sérð hús sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreyt- ingar, þá smellirðu mynd af húsinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Síðan er tillagan sett hér og myndinni hlaðið inn og götuheiti og númer skráð. Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 20. desember nk. á vef Reykjanesbæjar. Menningar- og at- vinnuráð fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús Reykjanesbæjar. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláks- messu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðj- unnar. Hvert er jólahús Reykjanesbæjar? Kósý inniskórnir fást hjá okkur Vinsælu vörurnar frá Devold GÓÐAR GJAFIR HAFNARGATA 29. SÍMI 421-8585 í jólapakkann 8 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.