Rökkur - 01.12.1932, Page 7
R O K K U R
85
stjórnarinnar, að framleiðsla i
ýmsum greinum hefir aukist í
landinu, og þvi minna flutt inn.
í öðru lagi litur almenningur
yfirleitt með meira trausti til
framtíðarinnar en áður, en af
því hefir leitt, að menn hafa
varið meiru f é til ýmiskonar
kaupa en áður. Almenningur
kaupir miklum mun meira i
búðum nú en áður og af því
hefir leitt auknar pantanir
kaupmanna frá heildsölum og
verksmiðjum og aukna atvinnu
í landinu.
Skuldagreiöslufresturinn.
—o---
Skuldagreiðslufresturinn, sem
kendur er við Hoover forseta,
er útrunninn, sem kunnugt er þ.
30. júni þ. á. Verður hér að
nokkuru gerð grein fyrir þvi,
livernig horfir um skuldamálin,
sem sérfræðingar Bandarikj-
anna og annara rikja eru að
leitast við að leysa á þann hátt,
að um varanlega lausn verði að
ræða. í Washington sem annar-
staðar gerðu menn sér í fyrstu
miklar vonir um, að skulda-
greiðslufresturinn mundi hafa
tilætluð áhrif. Og eins og ástatt
er nú í Bandaríkjunum lætur
nærri að rétt sé að segja, að
ánægjan yfir góðum árangri af
skuldagreiðslufrestinum vegi
ekki upp á móti óttanum við
það, að fæstar Evrópuþjóðir
geti liafið afborganir af skuld-
um sínum, þegar frestur-
inn er útrunninn. Flestir sér-
fræðingar halda því fram, að
hin illu álirif heimskreppunnar
hafi komið í veg fyrir að ástand-
ið batnaði að mun, vegna
skuldagreiðslufrestsins. Og þó
sumar þjóðir iiafi haft hag af
frestinum, þá verður eigi að
síður útkoman sú í heild, að
skuldagreiðslufresturinn hefir
alls ekki komið að því gagni,
sem til var ætlast. Frá þessu
sjónarmiði séð, mætti ætla, að
eigi væri nema um eitt að ræða:
frekari frest, uns viðskiftalífs-
bati kemur um allan heim. En
þegar athugað er hið stjórn-
málalega ástand i Bandaríkjun-
um nú kemur hrátt í Ijós, að
menn eru yfirleitt mótfallnir
frekari fresti. Vegna afstöðu
amerískra horgara tilþessa máls
yfirleitt og eins vegna þess, hve
viðskiftalífið í heiminum yfir-
leitt stendur höllum fæti. eru
líkurnar ekki miklar fyrir því,
að varanleg lausn fáist á þess-
um málum, enda þótt sérfræð-
ingar og ýmsir stjórnmálamenn
leitist við að stefna í þá átt. —
Þann 1. júlí, daginn eftir að
skuldagreiðslufresturinn er út
runninn, á Grikkland að greiða