Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 10
88
R 0 IÍ K U R
eiturgasframleiðslu, segir De-
gouy. Aðallega eru framleiddar
gastegundir til notkunar í sjó-
hernaði. Gasgrímuframleiðsla
Bandarikjanna hefir verið mik-
ið aukin og í einni verksmiðju
þeirra er hægt að framleiða
20.000 gasgrímur á dag. „Yér
megum ekki gleyma þvi, að um
40 ár hefir verið grunt á því
góða milli Bandaríkjamanna og
Japana. Komi til ófriðar og
verði sjóorustur háðar við
strendur Japans og Kína, er
líklegt, að Bandaríkjamenn
noti hinar nýju gastegundir,
svo sem F.M. gastegundina, sem
tilraunir voru gerðar með í
flotaæfingunum seinustu í nánd
við Hawaii.“ — Degouy heldur
því enn fremur fram, að aðal-
eiturgasverksmiðja Bretlands, í
Porton, nálægt Salishury, hafi
verið reist fyrir stórfé, nálega
hálfa miljón dollara, og að hún
fái $ 1.200.000 árlega frá stjórn-
inni. Frá árinu 1925, segir liann
að Bretar hafi varið $ 1.600.000
—2.000.000 árlega til fram-
leiðslu eiturgastegunda. — Loks
ásakar hann bæði Breta og Itali
um framleiðslu sprengikúlna
með eiturgasi i, og kæmi til
ófriðar milli Frakka og ítala
eða Frakka og Breta, mundi
slíkar sprengikúlur vera notað-
ar. —
Rússar og Bandaríkjamean.
—o---
Bandaríkin hafa eigi enn,
sem kunnugt er, viðurkent ráð-
stjórnina rússnesku. Ríkis-
stjórnin, sem nú fer með völd-
in í Bandaríkjunum, fylgir
sömu stefnu í þessu máli og
Hughes utanríkismálaráðherra
lýsti yfir árið 1923. Hughes
lýsti því þá yfir fyrir hönd rík-
isstjórnarinnar, að þótt það
væri engum efa undirorpið að
Bandaríkjamenn yfirleitt bæri
velvildarhug i brjósti til rúss-
nesku þjóðarinnar, þá gæti eigi
komið til mála að Bandaríkja-
stjórn viðurkendi ráðstjórnina,
fyrr en deilumál Bandaríkj-
anna og Rússlands væri til
lykta leidd með samkomulagi,
svo sem skuldamálin, og enn-
fremur að Rússar hætti allri
undirróðursstarfsemi í Banda-
ríkjunum. Enn sem komið er
verður eigi séð, að ríkisstjórn-
in i Bandaríkjunum hafi skift
um stefnu í þessu máli, en
hinsvegar er nú svo komið, að
ýmsir stjórnmálamenn í
Bandaríkjunum eru orðnir
hlyntir því, að Bandaríkin við-
urkenni ráðstjórnina. Er nú
unnið að því af nokkuru kappi,
að þessi viðurkenning hafist
fram. Á meðal þessara stjórn-