Rökkur - 01.12.1932, Page 14
92
R O Iv K U R
ráðstjórnin rússneska, sem á-
formar þessa miklu kopar-
vinslu i Sibiríu. Hefir Vassili I.
Ivanov, fulltrúi i málmvinslu-
ráði rússnesku stjórnarinnar,
lýst þessum áformum í einka-
viðtali við United Press. Þegar
viðtalið fór fram, voru þeir við-
staddir, Anatole Elizarov, for-
stjóri stjórnardeildar þeirrar,
sem hefir með höndum að ráða
erlenda sérfræðinga til Rúss-
lands, og Alexander M. Tripa-
lov, sem á að liafa með hönd-
um yfirumsjón undirbúnings-
starfsins i Síbiríu.
Ráðstjórnin áformar að verja
hálfri biljón rúblna til þess að
koma þessum áformum í fram-
kvæmd, þar af verður 15% —
eða um það bil 25 miljónum
dollara — varið til vélakaupa, í
Þýskalandi eða Randarikjum,
eftir því livar liagkvæmari
samningar nást um kaup á vél-
um og greiðslu á þeim.
Koparvinslustöðvarnar verða
nokkuru fyrir norðan Balkash-
vatn og er strjálbygt. mjög á
þessum slóðum. Verður því að
flytja verkamenn austur þang-
að svo tugum þúsunda skiftir.
I árslok 1932 er gert ráð fyrir,
að verkamannafjöldinn i Bal-
kash-stroi verði kominn upp í
50.000 og i árslok 1933 65.000.
Verður að reisa borg all-mikla
til að hýsa þenna fjölda. Búist
er við, að unnar verði úr jörð
þarna 175.000 smálestir af kop-
ar árlega og mikið af öðrum
málmum, sem þarna er gnægð
af. Talið er að grafa þurfi úr
jörð 34 miljónir smálesta af
málmsteini, til þess að fá þess-
ar 175.000 smálestir. Ráðstaf-
anir verða einnig gerðar til sam-
göngubóta, til þess að koma
framleiðslunni greiðlega á
markaði. Lögð verður ný járn-
brautarlína, sem verður nokk-
ur hundruð kílómetrar á lengd,
frá vatninu að nýju Turkestan-
síbirisku járnbrautinni. — Und-
irbúningsstörfin að þessu risa-
vaxna fyrirtæki bvrja í vor.
Umferðaslys í Bretlandi.
—o---
Arið sem leið biðu 6.691 mað-
ur bana í Bretlandi af völdum
bifreiðarslysa, en 202.189 meidd-
ust. Ef tölur þessar eru bornar
saman við skýrslur um bif-
reiðaslys árið 1930 kemur í
ljós,að 611 færri biðu bana 1931
en 1930, en 24,224 fleiri meidd-
ust. Fyrir heimsstyrjöldina að
minsta kosti mundi það liafa
verið kallað mikið mannfall, ef
18 menn hefði fallið, en 553
særst, en ef menn telja að hægt
sé að bera þetta saman, þá eru
það jafnmargir menn, sem