Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 20
98
R Ö K K U R
niður í einliverja gryfjuna fyrir
utan bæjarvirkin.
Yfirvöldin hófust ekki handa
fyr en bærinn var orðinn fullur
af flökkulýð og öllum var aug-
ljóst orðið að í óefni var kom-
ið. Bæjarstjórnin hefir loksins
gengist fyrir matgjöfum til h.
u. b. 5000 manns. En margir
horfa undrandi á þessar mat-
gjafir og spyrja: Hvað er þetta
handa svo mörgum?
Kristniboðarnir skutu saman
nokkuru fé, og síðan 1. apríl
höfum við daglega gefið á 4.
hundrað manns 1 máltið mat-
ar. Við höldum til í stórum
hofgarði skamt frá kristniboðs-
stöðinni. Þangað höfum við
smalað gamalmennum, ör-
magna fólki og aumingjum,
sem enga björg geta veitt sér.
Einn daginn dóu 7, en annan
4. Þegar þetta er skrifað hafa
að eins liðið svo tveir dagar síð-
an við byrjuðum þarna, að ekki
hafi einn eða fleiri dáið. —
Þrátt fyrir björgunarviðleitni
bæjarfélaga og einstakra
manna, er hætt við að hungurs-
neyðin aukist mjög, þangað til
hveitiuppskeran hefst í maí-
mánaðarlok.
Tengchow, Honan, China,
21. aprfl. 1932.
Ólafur Ólafsson.
Bifreiðaframleiösla
í Bretlandi.
■—o---
Þrátt fyrir kreppuna hefir
bifreiðaframleiðslan i Bretlandi
lítið minkað, samkvæmt skýrsl-
um sem birtar eru í „The Motor
Trade“. Frá í sept. 1930 þangað
til i sept. 1931 voru 160,460
bifreiðir framleiddar í landinu,
en 167,287 á sama tíma 1929—
30. Verðmæti framleiddra bif-
reiða árið sem leið £ 39.618.683,
en £ 41.821.759 árið þar áður.
Mest eftirspurn var eftir smá-
bifreiðum, 10 liestafla og minni.
Árið sem leið voru framleiddar
í Bretlandi 73.873 smábifreiðir
og var meðalverð þeirra 157
sterlingspund, en árið þar áður
67.857 og meðalverð 135 ster-
lingspund.
Hernaðarskaðabætur
Þjóðverja
greiddar Bandamönnum frá því
vopnaliléð var samið þ. 11. nóv.
1918 til 15. júní 1931, en þá
komst skuldagreiðslufrestur-
inn á fyrir forgöngu Hoovers
Bandaríkjaforseta, nema 20.
598.000.000 gullmörkum eða
um það bil 5.149.000.000 doll-
urum.