Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 21
Áfengismálin.
Drykkjuskapur færist nú svo
mjög í vöxt hér á landi að öll-
um hugsandi mönnum hlýtur
að vera hið mesta áhyggjuefni.
Það mun ekki vera mikil þörf á
að færa rök fyrir þeirri stað-
hæfingu, að drykkjuskapur sé
mikið að aukast. Skýrslur um
áfengisinnflutning tala þar sínu
máli. Bruggun áfengra drykkja
virðist fara i vöxt innanlands,
og vafalaust er áfengi smyglað
inn i landið öðru hverju. Menn
þurfa ekki annað en að líta í
kringum sig, er menn eru á
ferli, bæði i sveitum og kaup-
stöðum, til að sannfærast um,
að ástandið fer versnandi i
þessu efni. Hafi einhver ekki
sannfærst um það hve mikið er
drukkið af áfengi þarf sá hinn
sami ekki annað en ferðast út
úr bænum um helgar nú um
sumartímann. Hvarvetna, að
kalla má, eru dæmin deginum
ljósari um það, að drykkju-
skapurinn er að aukast.
Það liefir mikið verið deilt
um bannlögin að undanförnu.
Frnmvarp um afnám bannlaga
kom fram á síðasta Alþingi og
tillaga til þingsályktunar kom
þar einnig fram um það, að
skora á ríkisstjórnina, að láta
þjóðaratkvæði fara fram um
bannið. Þessi mál urðu eigi út-
rædd á þinginu. Það má að vísu’
lengi deila um það hvað heppi-
legast sé að gera i þessu efni.
Andbanningar margir munu
gera sér vonir um, að ástandið
muni batna, ef bannlögin verða
afnumin, en eðlilega eru bann-
menn vantrúaðir á það, að
drykkjuskapur muni minka,
verði leyfður innflutningur
sterkra drykkja og leyfð fram-
leiðsla innanlands á áfengum
bjór. En Iivað sem þessu líður
kemur ekki til þess héðan af, að
Alþingi geri neitt i þessum mál-
um fyrr en í fyrsta lagi á næsta
ári. Mest þörfin er þvi nú, að
ræða hvað hægt sé að gera tit
þess að draga úr drykkjuskapn-
um, uns Alþingi tekst að finna
leið til þess, hver sem hún verð-
ur, en það verður að gera ráð