Rökkur - 01.12.1932, Page 23
R O K K U R
101
ir mönnum skaðsemi áfengis-
nautnar og þá vansæmd, sem
þvi fylgir, að geta eigi liaft fult
vald á nautnatilhneigingum sín-
um.
Það er nú svo komið, að eitt-
hvert mesta áhyggjuefni for-
eldra, sem eiga börn sem eru að
komast á unglingsár, er það, að
þeir geti ekki varið þau fyrir
áfengishættunni. Og menn geta
með fullum rétti heimtað, að
rikið veiti þeim fullan styrk í
þeirri baráttu.
Því er lialdið fram af mörg-
um, að eigi sé að búast við því
að neinnar röggsemi geti verið
að vænta af ríkisstjórninni í
þessum málum, því svo mjög sé
nú ríkissjóður fjárþurfi, að eigi
megi skerða tekjulindir lians,
en áfengisverslunin mjólkar
ríkissjóði vel, sem kunnugt er.
Slíkar mótbárur eru auðhrakt-
ar. Ríkið hvorki á né má grípa
til þeirra ráða, að reka verslun
í hagnaðarskyni, sem leiðir af
sér spillingu meðal þegnanna,
siðferðisspillingu og heilsuspill-
ingu, og' rýrir fjárhagsþol
þeirra, ríkið á að fá fjárstyrk
sinn frá þegnunum með öðru
og heiðarlegra móti, ekki með
því að losa þá við fé það, sem
þeir hafa aflað með súrum
sveita, með því að veita þeim
tækifæri til að verja þeim tií
áfengiskaupa. Það er augljóst
mál, að sá þegn, sem eigi ver fé
sínu til áfengiskaupa og slíks,
er þeim mun betur fær um að
bera þær fjárhagsbyrðar, sem
ríkið verður á liann að ieggja
vegna þarfa sinna.
Eg ber það traust til þeirra
manna, sem nú fara með völd-
in í landinu, að þeir liafi vit og
manndóm lil þess að gera það,
sem rétt er í þessum málum.
Þetta er eitt þeirra stórmála,
sem ríkisstjórnin verður að láta
til sín taka. Og undir þvi er það
komið hvernig hún leysir það,
eigi síður en hvernig hún reynir
að leysa önnur þjóðmál sem á
döfinni eru, hve langlíf hún
verður.
A. Th.
Rlchard Beck
prófessor við liáskólann í
Nortli Dakota hefir birt í
„North Dakola Historical Quar-
terly“ (Vol. VI. No. 2, Jan.
1932), þýðingu á ritgerð eftir
sira Pál lieit. Þorláksson, um
stofnun íslensku nýlendunnar í
Pembina, Norður Dakota. Er
sú nýlenda einliver clsta ís-
lenska nýlendan vestan hafs og
var haldið hátíðlegt 50 ára af-
mæli bygðarinnar þ. 1.-2. júli
1928. I ritgerð síra Páls er lýst