Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 33
R O K K U R
111
nefndin síðan álit sitt og tillög-
ur fyrir næsta aðalfund félags-
ins.
2.) Prestafélag Islands telur
æskilegt, að íslenska kirkjan
taki þátt í samstarfi annara
evangeliskra kirkna til stuðn-
ings evangeliskum söfnuðum i
Norðurálfunni.
1 nelnd til að vinna að þess-
um málum voru kosnir:
Cand. theol. Sigurbjörn A.
Gíslason,
prófastur Sigurgeir Sigurðs-
son,
síra Óskar J. Þorláksson,
síra Friðrik J. Rafnar,
síra Sigurjón Árnason, og
síra Jakob Jónsson.
A fundinum flutti síra Óskar
J. Þorláksson erindi: „Hugsjón-
ir æskunnar og kirkjan“, og
sira Halldór Jónsson erindi, er
hann nefndi: „Tíu ára áætlun“.
Ýms mál, auk þeirra, er
nefnd hafa verið, komu einnig
til umræðu, og þessar tillögur
meðal annars samþjrktar:
1. ) Að styðja biskup lands-
ins að því, að reyna að fá ríkis-
stjórnina til þess að kaupa
Skólholt, svo að það gangi ekki
kaupum og sölum manna á
milli.
2. ) Að fara þess á leit við
Hkisstjórnina að þingvalla-
prestakall verði sem fyrst aug-
lýst laust til umsóknar.
3. ) Aðalfundur Prestafélags-
íslands telur æskilegt, að bann-
að verði með lögum, að ungl-
ingar innan 16 ára aldurs taki
þátt i eða myndi með sér póli-
tískan félagsskap.
4. ) Út af ályktun Alþingis
um fækkun prestakalla lýsir
Aðalfundur Prestafélags ís-
lands yfir þvi, að hann telur sig
þess fullvissan, að gifta íslensku
þjóðarinnar sé bundin við heill
og þroska íslensku kirkjunnar
og sé þvi hlutverk Alþingis að
styðja kirkjuna af megni.
Þá ræddi fundurinn enn-
fremur um nauðsyn þess að
hefja útgáfu vikublaðs i litlu
broti. Skyldi það fyrst og
fremst vera uppbyggilegs eðlis,
forðast trúfræðilegar flokka-
deilur, en flytja greinar fræð-
andi og vekjandi um andleg
mál og fregnir um störf presta
og safnaða landsins og um hið
merkasta, er gerist í þeim efn-
um erlendis.
„Prestafélagsritið“ heldur
áfram að koma út, eins og að
undanförnu.
Á fundinn komu 34 menn
alls, þar af 30 prestvígðir, 2
guðfræðikandidatar og 2 konur.
Fundurinn var að öllu leyti
liinn ánægjulegasti og mun
verða flestum fundarmönnum
lengi minnisstæður.